Þjóðverjar rétt mörðu Sáda - Japan með fullt hús Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 14:15 Felix Uduokhai var hetja Þjóðverja. Francois Nel/Getty Images Önnur umferð í riðlakeppni karla í fótbolta á Ólympíuleikunum kláraðist í dag. Heimamenn í Japan eru með fullt hús stiga og þá unnu Þýskaland og Spánn sína fyrstu sigra. Japanar mættu Mexíkó í dag en þeir mexíkósku gátu tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa unnið Frakka 4-1 í fyrsta leik. Það voru hins vegar þeir japönsku sem höfðu betur. Ungstirnið Takefusa Kubo, leikmaður Real Madrid, kom þeim yfir eftir aðeins sex mínútna leik og mark Ritsu Doan úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar tvöfaldaði þá forystu. 2-0 stóð í hléi en Johan Vasquez frá Mexíkó fékk að líta beint rautt spjald rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir að leika með tíu menn gegn ellefu tókst Mexíkó að laga stöðuna í gegnum Roberto Alvarado sem minnkaði muninn á 85. mínútu. 2-1 fór hins vegar leikurinn fyrir Japan sem er þá með sex stig eftir tvo leiki. Japan er þó ekki öruggt áfram þar sem síðasti leikur liðsins er við Frakka sem eru með þrjú stig, líkt og Mexíkó, eftir 4-3 sigur á Suður-Afríku í morgun. Vinni Frakkar lið Japans í lokaumferðinni og Mexíkó vinni Suður-Afríku munu öll þrjú liðin enda með sex stig og mun þá markatalan í innbyrðis viðureignum liðanna ráða því hver fara áfram. Mexíkó stendur þar best að vígi eftir 4-1 sigurinn á Frökkum. Allt jafnt í B-riðli Suður-Kórea rúllaði yfir tíu Rúmena.Atsushi Tomura/Getty Images Mikil spenna er í B-riðli mótsins. Suður-Kórea rúllaði yfir Rúmeníu í dag, 4-0. Marius Marin skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik áður en liðsfélagi hans Ion Gheorge fékk að líta rautt spjald skömmu fyrir hlé. Suður-Kórea nýtti sér liðsmuninn er Won-Sang Eom tvöfaldaði forystuna áður en hinn bráðefnilegi Kang-In Lee, leikmaður Valencia, skoraði tvö til að innsigla 4-0 sigurinn. Eftir sigur Hondúras á Nýja-Sjálandi í riðlinum fyrr í dag eru öll liðin fjögur með þrjú stig. Rúmenía mætir Nýja-Sjálandi í lokaumferðinni en Suður-Kórea etur kappi við Hondúras. Spánverjar á sigurbraut Fyrirliðinn Oyarzabal var hetja Spánverja. Þeir þurfti að bíða rúmar 170 mínútur eftir fyrsta marki sínu á mótinu.Masashi Hara/Getty Images Spánverjar mættu með gríðarsterkt lið til leiks í ár en heilir fimm leikmenn eru í hópi liðsins sem einnig voru á EM fyrr í sumar. Það eru þeir Pau Torres, Eric Garcia, Pedri, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal. Það voru því vonbrigði þegar þeir spænsku gerðu markalaust jafntefli við Egypta í fyrsta leik. Þeir mættu Áströlum í dag og voru aftur í vandræðum með að finna netmöskvana. Þeim tókst það þó að lokum, þar sem Oyarzabal tryggði þeim 1-0 sigur með marki eftir stoðsendingu Marco Asensio á 81. mínútu. Spánn er með fjötur stig í riðlinum, en Ástralir og Argentínumenn koma næstir með þrjú, á meðan Egyptar eru með eitt stig á botninum. Tíu Þjóðverjar komust á blað Þjóðverjar vildu eflaust svara fyrir tap sitt fyrir Brasilíu í fyrsta leik í D-riðlinum. Þeim leik lauk 4-2 eftir að Brassar höfðu komist 3-0 yfir. Sádi-Arabía beið þeirra þýsku í dag en Sádar töpuðu 2-1 fyrir Fílabeinsströndinni í fyrsta leik. Þjóðverjar byrjuðu betur þar sem Nadiem Amiri, leikmaður Bayer Leverkusen, kom þeim í forystu eftir ellefu mínútna leik. Sami Al-Najei jafnaði hins vegar fyrir Sáda eftir hálftímaleik en mark Ragnars Ache skömmu fyrir hlé þýddi að Þjóðverjar voru 2-1 yfir þegar hálfleiksflautið gall. Sádar voru svekktir í leikslok.Francois Nel/Getty Images Al-Najei skoraði aftur á móti sitt annað mark þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum til að jafna á ný. Þá veiktist von Þjóðverja um sigur á 67. mínútu þegar Amos Pieper fékk að líta beint rautt spjald, annan leikinn í röð sem Þjóðverja er vikið af velli. Miðvörðurinn Felix Uduokhai tryggði þeim þýsku hins vegar sigur með þriðja marki þeirra stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þýskaland er með þrjú stig eftir sigurinn en Sádar án stiga. Brasilía og Fílabeinsströndin eru í efstu sætum riðilsins eftir markalaust jafntefli liðanna í dag. Þýskaland mætir Fílabeinsströndinni í lokaleik riðilsins á meðan Brasilía mætir Sádum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira
Japanar mættu Mexíkó í dag en þeir mexíkósku gátu tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa unnið Frakka 4-1 í fyrsta leik. Það voru hins vegar þeir japönsku sem höfðu betur. Ungstirnið Takefusa Kubo, leikmaður Real Madrid, kom þeim yfir eftir aðeins sex mínútna leik og mark Ritsu Doan úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar tvöfaldaði þá forystu. 2-0 stóð í hléi en Johan Vasquez frá Mexíkó fékk að líta beint rautt spjald rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir að leika með tíu menn gegn ellefu tókst Mexíkó að laga stöðuna í gegnum Roberto Alvarado sem minnkaði muninn á 85. mínútu. 2-1 fór hins vegar leikurinn fyrir Japan sem er þá með sex stig eftir tvo leiki. Japan er þó ekki öruggt áfram þar sem síðasti leikur liðsins er við Frakka sem eru með þrjú stig, líkt og Mexíkó, eftir 4-3 sigur á Suður-Afríku í morgun. Vinni Frakkar lið Japans í lokaumferðinni og Mexíkó vinni Suður-Afríku munu öll þrjú liðin enda með sex stig og mun þá markatalan í innbyrðis viðureignum liðanna ráða því hver fara áfram. Mexíkó stendur þar best að vígi eftir 4-1 sigurinn á Frökkum. Allt jafnt í B-riðli Suður-Kórea rúllaði yfir tíu Rúmena.Atsushi Tomura/Getty Images Mikil spenna er í B-riðli mótsins. Suður-Kórea rúllaði yfir Rúmeníu í dag, 4-0. Marius Marin skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik áður en liðsfélagi hans Ion Gheorge fékk að líta rautt spjald skömmu fyrir hlé. Suður-Kórea nýtti sér liðsmuninn er Won-Sang Eom tvöfaldaði forystuna áður en hinn bráðefnilegi Kang-In Lee, leikmaður Valencia, skoraði tvö til að innsigla 4-0 sigurinn. Eftir sigur Hondúras á Nýja-Sjálandi í riðlinum fyrr í dag eru öll liðin fjögur með þrjú stig. Rúmenía mætir Nýja-Sjálandi í lokaumferðinni en Suður-Kórea etur kappi við Hondúras. Spánverjar á sigurbraut Fyrirliðinn Oyarzabal var hetja Spánverja. Þeir þurfti að bíða rúmar 170 mínútur eftir fyrsta marki sínu á mótinu.Masashi Hara/Getty Images Spánverjar mættu með gríðarsterkt lið til leiks í ár en heilir fimm leikmenn eru í hópi liðsins sem einnig voru á EM fyrr í sumar. Það eru þeir Pau Torres, Eric Garcia, Pedri, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal. Það voru því vonbrigði þegar þeir spænsku gerðu markalaust jafntefli við Egypta í fyrsta leik. Þeir mættu Áströlum í dag og voru aftur í vandræðum með að finna netmöskvana. Þeim tókst það þó að lokum, þar sem Oyarzabal tryggði þeim 1-0 sigur með marki eftir stoðsendingu Marco Asensio á 81. mínútu. Spánn er með fjötur stig í riðlinum, en Ástralir og Argentínumenn koma næstir með þrjú, á meðan Egyptar eru með eitt stig á botninum. Tíu Þjóðverjar komust á blað Þjóðverjar vildu eflaust svara fyrir tap sitt fyrir Brasilíu í fyrsta leik í D-riðlinum. Þeim leik lauk 4-2 eftir að Brassar höfðu komist 3-0 yfir. Sádi-Arabía beið þeirra þýsku í dag en Sádar töpuðu 2-1 fyrir Fílabeinsströndinni í fyrsta leik. Þjóðverjar byrjuðu betur þar sem Nadiem Amiri, leikmaður Bayer Leverkusen, kom þeim í forystu eftir ellefu mínútna leik. Sami Al-Najei jafnaði hins vegar fyrir Sáda eftir hálftímaleik en mark Ragnars Ache skömmu fyrir hlé þýddi að Þjóðverjar voru 2-1 yfir þegar hálfleiksflautið gall. Sádar voru svekktir í leikslok.Francois Nel/Getty Images Al-Najei skoraði aftur á móti sitt annað mark þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum til að jafna á ný. Þá veiktist von Þjóðverja um sigur á 67. mínútu þegar Amos Pieper fékk að líta beint rautt spjald, annan leikinn í röð sem Þjóðverja er vikið af velli. Miðvörðurinn Felix Uduokhai tryggði þeim þýsku hins vegar sigur með þriðja marki þeirra stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þýskaland er með þrjú stig eftir sigurinn en Sádar án stiga. Brasilía og Fílabeinsströndin eru í efstu sætum riðilsins eftir markalaust jafntefli liðanna í dag. Þýskaland mætir Fílabeinsströndinni í lokaleik riðilsins á meðan Brasilía mætir Sádum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira