Öruggt hjá norska liðinu í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 09:15 Þórir Hergeirsson vonast eftir öðru Ólympíugulli sínu sem þjálfari norska liðsins. Getty/Oliver Hardt Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan 39-27 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Norska liðið var með öll völd vellinum frá upphafi leiks í morgun og leiddi með átta marka mun í hálfleik, 18-10. Liðið bætti 21 marki til viðbótar í síðari hálfleik og niðurstaðan tólf marka sigur, 39-27. Línumaðurinn Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu með ellefu mörk en Veronica Kristiansen skoraði sjö. Þá átti Silje Solberg góðan dag í markinu er hún varði 18 skot, 43% þeirra sem komu á markið. Þórir hefur verið hluti af teyminu kringum norska landsliðið frá 2001 en verið aðalþjálfari þess frá 2009. Hann stýrði liðinu til gullverðlauna á ÓL í Lundúnum 2012 en hlaut brons í Ríó 2016. Eftir sigur dagsins er Noregur á toppi A-riðils keppninnar vegna hagstæðustu markatölunnar. Ekki langt á eftir eru Holland og Svartfjallaland sem einnig unnu örugga sigra. Lois Abbingh var líkt og oft áður markahæst í hollenska landsliðinu, með sjö mörk, í 32-21 sigri á heimakonum í Japan en Holland hafði, líkt og Noregur, leitt 18-10 í hléi. Svartfjallaland vann þá einnig ellefu marka sigur, 33-22, á Angóla. Hægri skyttan Jovanka Radičević skoraði tólf mörk fyrir þeir svartfellsku. Mesta spennan í B-riðlinum Spennan var meiri í eina leik B-riðils sem er yfirstaðinn í Tókýó í dag. Ríkjandi Ólympíumeistarar Rússlands gerðu þar jafntefli við Ameríkumeistara Brasilíu í hörkuleik. Rússland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleik. En Brasilía sneri taflinu við í kjölfarið þegar liðið komst í 22-20. Þær rússnesku skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast yfir, 23-22, og svo aftur 24-23, en þeim brasilísku tókst að næla sér í stig með jöfnunarmarki. Úrslitin 24-24. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í B-riðlinum í dag. Spánn mætir Svíþjóð klukkan 10:30 og Ungverjarland mætir Frakklandi klukkan 12:30. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Norska liðið var með öll völd vellinum frá upphafi leiks í morgun og leiddi með átta marka mun í hálfleik, 18-10. Liðið bætti 21 marki til viðbótar í síðari hálfleik og niðurstaðan tólf marka sigur, 39-27. Línumaðurinn Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu með ellefu mörk en Veronica Kristiansen skoraði sjö. Þá átti Silje Solberg góðan dag í markinu er hún varði 18 skot, 43% þeirra sem komu á markið. Þórir hefur verið hluti af teyminu kringum norska landsliðið frá 2001 en verið aðalþjálfari þess frá 2009. Hann stýrði liðinu til gullverðlauna á ÓL í Lundúnum 2012 en hlaut brons í Ríó 2016. Eftir sigur dagsins er Noregur á toppi A-riðils keppninnar vegna hagstæðustu markatölunnar. Ekki langt á eftir eru Holland og Svartfjallaland sem einnig unnu örugga sigra. Lois Abbingh var líkt og oft áður markahæst í hollenska landsliðinu, með sjö mörk, í 32-21 sigri á heimakonum í Japan en Holland hafði, líkt og Noregur, leitt 18-10 í hléi. Svartfjallaland vann þá einnig ellefu marka sigur, 33-22, á Angóla. Hægri skyttan Jovanka Radičević skoraði tólf mörk fyrir þeir svartfellsku. Mesta spennan í B-riðlinum Spennan var meiri í eina leik B-riðils sem er yfirstaðinn í Tókýó í dag. Ríkjandi Ólympíumeistarar Rússlands gerðu þar jafntefli við Ameríkumeistara Brasilíu í hörkuleik. Rússland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleik. En Brasilía sneri taflinu við í kjölfarið þegar liðið komst í 22-20. Þær rússnesku skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast yfir, 23-22, og svo aftur 24-23, en þeim brasilísku tókst að næla sér í stig með jöfnunarmarki. Úrslitin 24-24. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í B-riðlinum í dag. Spánn mætir Svíþjóð klukkan 10:30 og Ungverjarland mætir Frakklandi klukkan 12:30.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira