Aflýsa Sæludögum í Vatnaskógi Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 21:06 Páll Óskar hélt meðal annars uppi stuðinu við margmenni á Sæludögum árið 2019. Aðsend Ákveðið hefur verið að aflýsa fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi sem halda átti um verslunarmannahelgina í ljósi nýrra samkomutakmarkana. Er þetta annað árið í röð sem Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðirnar í Vatnaskógi, taka ákvörðun um að aflýsa Sæludögum sem höfðu fyrir það verið haldnir á hverju ári frá 1992. „Í ljósi nýjustu samkomutakmarka stjórnvalda er það mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við erum þakklát þeim fjölmörgu aðilum sem hafa undanfarna daga staðið í ströngu við undirbúning hátíðarinnar sem og þeim sem höfðu tryggt sér þá aðgöngumiða á hátíðina.“ Munu Skógarmenn endurgreiða aðgöngu- og gistikostnað sem þátttakendur hafa greitt vegna hátíðarinnar. Tóku ákvörðunina í dag eftir að nýjar takmarkanir voru tilkynntar „Þetta er skellur og við erum ægilega svekktir. Við vorum orðnir svo peppaðir fyrir þessu núna og höfðum góða tilfinningu fyrir þessu. En við látum það ekki eftir okkur að liggja að reyna að bæla þennan faraldur niður,“ segir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM, í samtali við Vísi. Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi nú á miðnætti sem kveða meðal annars á um 200 manna fjöldatakmark og eins metra reglu. „Við sjáum engan möguleika á að halda þetta með þessum reglum og það var ekki annað að gera en að blása þetta af í dag.“ Hvalfjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Er þetta annað árið í röð sem Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðirnar í Vatnaskógi, taka ákvörðun um að aflýsa Sæludögum sem höfðu fyrir það verið haldnir á hverju ári frá 1992. „Í ljósi nýjustu samkomutakmarka stjórnvalda er það mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við erum þakklát þeim fjölmörgu aðilum sem hafa undanfarna daga staðið í ströngu við undirbúning hátíðarinnar sem og þeim sem höfðu tryggt sér þá aðgöngumiða á hátíðina.“ Munu Skógarmenn endurgreiða aðgöngu- og gistikostnað sem þátttakendur hafa greitt vegna hátíðarinnar. Tóku ákvörðunina í dag eftir að nýjar takmarkanir voru tilkynntar „Þetta er skellur og við erum ægilega svekktir. Við vorum orðnir svo peppaðir fyrir þessu núna og höfðum góða tilfinningu fyrir þessu. En við látum það ekki eftir okkur að liggja að reyna að bæla þennan faraldur niður,“ segir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM, í samtali við Vísi. Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi nú á miðnætti sem kveða meðal annars á um 200 manna fjöldatakmark og eins metra reglu. „Við sjáum engan möguleika á að halda þetta með þessum reglum og það var ekki annað að gera en að blása þetta af í dag.“
Hvalfjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira