Svíþjóð í 8-liða úrslit og önnur markasúpa hjá Sambíu Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 11:00 Þær sænsku tryggðu farseðilinn í 8-liða úrslit eftir sterkan endurkomusigur. Francois Nel/Getty Images Þremur leikjum er lokið í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíþjóð fylgdi sigri sínum á Bandaríkjunum eftir með því að vinna Ástralíu og átta mörk voru skoruð í leik Sambíu gegn Kína. Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira