Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 20:09 Katrín á Egilsstöðum eftir fundinn í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknir á löngum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, þar sem ákveðið var að setja á 200 manna samkomubann, eins metra fjarlægðarreglu og skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Hann gekk bara vel. Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnarlæknis sem við fengum í gærkvöldi,“ sagði Katrín eftir fundinn en viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Katrín segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að fara eftir tillögum sóttvarnalæknis að mestu. „Sem snúast um það að við erum að tempra fjölgun smita. Við viljum gefa þetta andrými líka til að meta hvort þessi fjölgun smita sé að skila sér í alvarlegum veikindum. Við þurfum að leggja mat á það,“ sagði Katrín Það sem helst hafi staðið út af borðinu hafi verið það að sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra reglu í sumum tilvikum og eins metra í öðrum. „Það var niðurstaða okkar að það væri mun skýrara og einfaldara að hafa eins metra nálægðarreglu,“ sagði Katrín. Fundurinn var sem fyrr segir í lengra lagi og aðspurð um hvort að lengd fundarins feli í sér að einhver meiningarmunur hafi verið á milli ríkisstjórnarflokkanna sagði Katrín að málin hafi einfaldlega verið rædd vel og ítarlega. „Nei, þetta er auðvitað þannig að það hefur verið aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar að við höfum geta rætt málin mjög opinskátt og við gerðum það svo sannarlega á þessum fundi. Auðvitað eru ólíkar spurningar og rætt ítarlega um málin. Það er algjör samstaða um þessar niðurstöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknir á löngum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, þar sem ákveðið var að setja á 200 manna samkomubann, eins metra fjarlægðarreglu og skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Hann gekk bara vel. Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnarlæknis sem við fengum í gærkvöldi,“ sagði Katrín eftir fundinn en viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Katrín segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að fara eftir tillögum sóttvarnalæknis að mestu. „Sem snúast um það að við erum að tempra fjölgun smita. Við viljum gefa þetta andrými líka til að meta hvort þessi fjölgun smita sé að skila sér í alvarlegum veikindum. Við þurfum að leggja mat á það,“ sagði Katrín Það sem helst hafi staðið út af borðinu hafi verið það að sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra reglu í sumum tilvikum og eins metra í öðrum. „Það var niðurstaða okkar að það væri mun skýrara og einfaldara að hafa eins metra nálægðarreglu,“ sagði Katrín. Fundurinn var sem fyrr segir í lengra lagi og aðspurð um hvort að lengd fundarins feli í sér að einhver meiningarmunur hafi verið á milli ríkisstjórnarflokkanna sagði Katrín að málin hafi einfaldlega verið rædd vel og ítarlega. „Nei, þetta er auðvitað þannig að það hefur verið aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar að við höfum geta rætt málin mjög opinskátt og við gerðum það svo sannarlega á þessum fundi. Auðvitað eru ólíkar spurningar og rætt ítarlega um málin. Það er algjör samstaða um þessar niðurstöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05