Innlent

56 greindust innanlands í gær

Eiður Þór Árnason skrifar
Óvenjumörg sýni voru tekin í gær. 
Óvenjumörg sýni voru tekin í gær.  Vísir/vilhelm

Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu.

Nú eru 538 einstaklingar í sóttkví hér á landi og 223 í einangrun. 2.431 innanlandssýni voru tekin í gær og hafa þau ekki verið fleiri frá því í lok júní. Frá 13. júlí hafa 109 fullbólusettir greinst með Covid-19.

Tveir farþegar greindust á landamærum í gær og bíður annar þeirra niðurstöðu mótefnamælingar. Þetta kemur fram á upplýsingavefnum Covid.is. Fram kom í gær að 38 hafi greinst með Covid-19 innanlands á mánudag. 152 hafa greinst innanlands frá mánudeginum í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Biðlar til Ís­lendinga að fara í sýna­töku sem fyrst eftir komu til landsins

Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til þeirra sem eru bólusettir eða eru með sögu um fyrri COVID-19 sýkingu og eru búsettir á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands þrátt fyrir neikvætt PCR- eða antigen próf, sem tekið var fyrir brottför.

Bólusettir muni líklega veikjast alvarlega hér eins og annars staðar

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að grípa eigi strax til aðgerða innanlands svo stemma megi stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Reikna megi með að bólusettir veikist alvarlega hér á landi eins og dæmi séu um í öðrum Evrópulöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×