Pétur Pétursson: Alltaf gott að geta gert eitthvað rétt með skiptingunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2021 22:31 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki nógu sáttur með seinni hluta fyrri hálfleiks. Hann gat þó ekki annað en verið sáttur með heildarframistöðu síns liðs. Vísir/Vilhelm Valur tóku á móti Þrótti R. í Pepsi-Max deild kvenna á Origo-vellinum í kvöld. Leiknum lauk með 6-1 sigri Vals og Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var að vonum sáttur. „Ég var mjög ánægður með fyrstu 20 en hundóánægður með restina af hálfleiknum. Mér fannst seinni hálfleikurinn mjög vel spilaður hjá okkur og bara frábær sigur eftir það“ sagði Pétur, spurður um fyrstu viðbrögð strax eftir leik. Valsstúlkur komust yfir eftir 18.mínútna leik og fengu svo jöfnunarmark á sig korteri seinna, gegn gangi leiksins. Þær fóru þó með stöðuna 2-1 inn í klefa í hálfleik. „Þróttararnir eru með gott og rútínerað lið, þær eru erfiðari en fólk heldur. Mér fannst við kærulausar á tímabili í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki vera það í seinni hálfleik og sýndum hvað við gátum“ sagði Pétur. Skiptingar Vals heppnuðust virkilega vel í dag. Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu báðar og Sólveig Larsen og Fanndís Friðriksdóttir lögðu báðar upp mark. Pétur var ánægður að hafa gert eitthvað rétt sem þjálfari. „Þetta var mjög gott, þetta eru allt saman góðir leikmenn. Fanndís er auðvitað frábær leikmaður og er að koma sér smátt og smátt til baka. Það er alltaf gott að gera eitthvað rétt með skiptingunum“ sagði Pétur og glotti. Valur heldur áfram í harðri toppbaráttu við Breiðablik í Pepsi-Max deildinni. Pétur vill þó einungis tala um næsta leik. „Það er bara næsti leikur hjá okkur. Við erum að fara spila við Þór/KA sem við gerðum jafntefli við hérna á heimavelli svo það er bara næsti leikur sem verður erfiður“ sagði Pétur að lokum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Ég var mjög ánægður með fyrstu 20 en hundóánægður með restina af hálfleiknum. Mér fannst seinni hálfleikurinn mjög vel spilaður hjá okkur og bara frábær sigur eftir það“ sagði Pétur, spurður um fyrstu viðbrögð strax eftir leik. Valsstúlkur komust yfir eftir 18.mínútna leik og fengu svo jöfnunarmark á sig korteri seinna, gegn gangi leiksins. Þær fóru þó með stöðuna 2-1 inn í klefa í hálfleik. „Þróttararnir eru með gott og rútínerað lið, þær eru erfiðari en fólk heldur. Mér fannst við kærulausar á tímabili í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki vera það í seinni hálfleik og sýndum hvað við gátum“ sagði Pétur. Skiptingar Vals heppnuðust virkilega vel í dag. Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu báðar og Sólveig Larsen og Fanndís Friðriksdóttir lögðu báðar upp mark. Pétur var ánægður að hafa gert eitthvað rétt sem þjálfari. „Þetta var mjög gott, þetta eru allt saman góðir leikmenn. Fanndís er auðvitað frábær leikmaður og er að koma sér smátt og smátt til baka. Það er alltaf gott að gera eitthvað rétt með skiptingunum“ sagði Pétur og glotti. Valur heldur áfram í harðri toppbaráttu við Breiðablik í Pepsi-Max deildinni. Pétur vill þó einungis tala um næsta leik. „Það er bara næsti leikur hjá okkur. Við erum að fara spila við Þór/KA sem við gerðum jafntefli við hérna á heimavelli svo það er bara næsti leikur sem verður erfiður“ sagði Pétur að lokum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00