Innlent

Hnúfu­bakur ná­lægt landi: „Þetta var alveg geggjað“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hnúfubakur er skriðhvalur.
Hnúfubakur er skriðhvalur. Jóhann már kristinsson

„Í stuttu máli. Hnúfubakur að gefa allt í botn til að ná hádegismatnum. Rétt við fast land btw ég var á föstu landi þegar ég tók þetta….TRYLLT!! Silgdi svo burt með frænda sínum. Saddur og sæll,“ skrifar framleiðandinn Jóhann Már Kristinsson á Twitter og birtir stórkostlegt myndband af Hnúfubaki í leit að æti nálægt landi.

Jóhann var á leið til vinnu á laugardaginn þegar eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Artic Sea Tours hafði samband við hann og bað Jóhann að koma með sér á sjó þar sem hvalir höfðu sést nálægt landi.

Einstök upplifun

„Ég komst ekki með í túrinn en ákvað að koma mér fyrir á bakkanum hjá Múlagöngunum og dróna yfir hafið og náði þá þessu myndband,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu.

Hann segir það sjaldgæfa sjón að sjá hvali svo nálægt landi. Upplifunin hafi verið einstök.

„Það er mjög sjaldgæft. Þetta var alveg geggjað. Ég tók reyndar ekki eftir því hversu flott myndefnið er fyrr en ég fór að vinna það því það var svo mikil sól þegar ég drónaði yfir. Þetta er alveg bilað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×