Engar skýringar á skriðuhruni í Hágöngum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 20:48 Sjónarvottar segja skriðurnar hafa fallið klukkustundum saman. Stefán Guðmundsson Skriður féllu í Hágöngum, yst í Kinnarfjöllum, í Skjálfanda í gærkvöldi. Sjónarvottar sem staddir voru í Flatey segja að skriðurnar hafi fallið klukkustundum saman og að miklar drunur hafi fylgt þeim. Veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, segist engar skýringar hafa fyrir skriðunum. „Þetta fellur þarna fram í sjó og verður svolítil hrúga í fjörunni. Þannig að við höfum svo sem engar skýringar á þessu, það var enginn snjór þarna fyrir ofan sem var að bráðna eða eitthvað sérstakt sem maður sér. Þetta virðist bara vera eðlilegt hrun í þessum bröttu fjöllum sem verður alltaf af og til,“ segir Sveinn Brynjólfsson, veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir svona skriður vera algengari þegar eitthvað kemur þeim af stað en þær geti vel farið af stað sjálfar. Heill hellingur af grjóti.Stefán Guðmundsson „Það er mjög algengt að það hrynji í svona bröttu fjalli. Þetta eru bara klettar og skriðurnar fara bara fram í sjó, það er ekkert undirlendi þarna. Það er mjög algengt alls staðar þar sem þannig er, að það sé að hrynja en menn verða ekkert alltaf varir við þetta,“ segir Sveinn. Kyrrðin og veðurblíðan hafi orðið til þess að fólk úti í Flatey hafi orðið vart við skriðurnar. „Þarna er þetta bara svo nærri Flatey að menn heyrðu þetta og sáu vel. Af því að það var svo kyrrt og bjart,“ segir Sveinn. Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants, var staddur í Flatey í gær þar sem hann sá vel til skriðanna. Hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að enn féllu skriður úr fjallinu. Sveinn telur ekki ólíklegt að bergstykki hafi hrunið úr fjallinu og komið skriðunni af stað. „Það virðist vera að það sé þarna dálítið stykki sem að fer en það virðist ekki vera ofarlega í fjallinu, það virðist hafa verið frekar neðarlega sem að þetta fer af stað. Þá er ekkert ólíklegt að það hafi verið eitthvað bergstykki sem var að hruni komið og bergið hafi sprungið og veðrast með tíð og tíma.“ Stefán Guðmundsson Norðurþing Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
„Þetta fellur þarna fram í sjó og verður svolítil hrúga í fjörunni. Þannig að við höfum svo sem engar skýringar á þessu, það var enginn snjór þarna fyrir ofan sem var að bráðna eða eitthvað sérstakt sem maður sér. Þetta virðist bara vera eðlilegt hrun í þessum bröttu fjöllum sem verður alltaf af og til,“ segir Sveinn Brynjólfsson, veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir svona skriður vera algengari þegar eitthvað kemur þeim af stað en þær geti vel farið af stað sjálfar. Heill hellingur af grjóti.Stefán Guðmundsson „Það er mjög algengt að það hrynji í svona bröttu fjalli. Þetta eru bara klettar og skriðurnar fara bara fram í sjó, það er ekkert undirlendi þarna. Það er mjög algengt alls staðar þar sem þannig er, að það sé að hrynja en menn verða ekkert alltaf varir við þetta,“ segir Sveinn. Kyrrðin og veðurblíðan hafi orðið til þess að fólk úti í Flatey hafi orðið vart við skriðurnar. „Þarna er þetta bara svo nærri Flatey að menn heyrðu þetta og sáu vel. Af því að það var svo kyrrt og bjart,“ segir Sveinn. Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants, var staddur í Flatey í gær þar sem hann sá vel til skriðanna. Hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að enn féllu skriður úr fjallinu. Sveinn telur ekki ólíklegt að bergstykki hafi hrunið úr fjallinu og komið skriðunni af stað. „Það virðist vera að það sé þarna dálítið stykki sem að fer en það virðist ekki vera ofarlega í fjallinu, það virðist hafa verið frekar neðarlega sem að þetta fer af stað. Þá er ekkert ólíklegt að það hafi verið eitthvað bergstykki sem var að hruni komið og bergið hafi sprungið og veðrast með tíð og tíma.“ Stefán Guðmundsson
Norðurþing Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira