Hollið að detta í 60 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2021 07:38 Fallegur lax úr Langá sem veiddist í Dyrfljóti Mynd: KL Langá á Mýrum fór rólega af stað og hefur veiðin verið minni en vonir stóðu til eins og í öðrum ám á vesturlandi. Það er engu að síður ágætis gangur í hollinu sem er við veiðar núna en þegar tölur voru teknar saman í gær var hollið að detta í 60 laxa þegar ein vakt er eftir. Lax er farinn að veiðast á svæðinu sem er kallar Fjallið en í gær komu laxar upp í Bjargstreng og Skriðufljóti. Langá er líklega í besta sumarvatni sem hún hefur verið í síðan 2015 en kalt vorið og kaldir dagar í sumar hafa ekki beinlínis verið að gera tökuna auðvelda. Ekki hefur borið mikið á tveggja ára laxi og eins árs lax göngurnar eru undirvæntingum en það virðist engu að síður vera nóg af laxi til að halda veiðimönnum uppteknum. Ef niðurstaðan í þessu holli sem er við veiðar núna verður um 80 laxar þá er það ansi rífleg hækkun í veiðitölum en áinn stóð 153 löxum þegar þetta holl mætti til veiða. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði
Það er engu að síður ágætis gangur í hollinu sem er við veiðar núna en þegar tölur voru teknar saman í gær var hollið að detta í 60 laxa þegar ein vakt er eftir. Lax er farinn að veiðast á svæðinu sem er kallar Fjallið en í gær komu laxar upp í Bjargstreng og Skriðufljóti. Langá er líklega í besta sumarvatni sem hún hefur verið í síðan 2015 en kalt vorið og kaldir dagar í sumar hafa ekki beinlínis verið að gera tökuna auðvelda. Ekki hefur borið mikið á tveggja ára laxi og eins árs lax göngurnar eru undirvæntingum en það virðist engu að síður vera nóg af laxi til að halda veiðimönnum uppteknum. Ef niðurstaðan í þessu holli sem er við veiðar núna verður um 80 laxar þá er það ansi rífleg hækkun í veiðitölum en áinn stóð 153 löxum þegar þetta holl mætti til veiða.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði