Afléttingar á Bretlandi eiga ekki við ferðalanga frá Frakklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 12:43 Ferðalangar á leið til Englands og Wales frá Frakklandi munu þurfa að fara í tíu daga sóttkví og tvö Covid-próf við komuna til landsins, óháð bólusetningu. EPA-EFE/LUIS FORRA Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Beta-afbrigði veirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, telur um tíu prósent nýsmita í Frakklandi, þar á meðal frönsku yfirráðasvæðanna Reunion og Mayotte, sem eru í Indlandshafi. Þar eru nær öll nýsmit af Beta-afbrigðinu. Yfirvöld hræðast að nái Beta-afbrigðið að dreifa úr sér á Bretlandi muni staðan versna til muna en Delta-afbrigðið, sem talið er talsvert skæðara en Beta-afbrigðið, telur nær öll nýsmit á Bretlandseyjum um þessar mundir. „Við höfum alltaf verið skýr með það að við munum ekki hika við að grípa til hraðra aðgerða á landamærunum til að stöðva útbreiðslu Covid-19 og vernda þá framför sem hefur orðið hér á landi með bólusetningu landsmanna,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Nú þegar aflétting takmarkana tekur gildi á mánudag um land allt munum við gera allt til þess að tryggja að alþjóðleg ferðalög fari fram á eins öruggan hátt og hægt er, og að við verndum landamæri okkar frá ógn annarra afbrigða.“ Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af ferðaþjónustunni á Bretlandi og segja ferðaþjónustufyrirtæki að ákvörðunin sé ruglandi. „Bretland hefur enga staðfasta stefnu þegar kemur að alþjóðlegum ferðalögum,“ segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugumferðasamtakanna IATA. Hann segir Bretland „skemma sinn eigin ferðamannaiðnað og þúsundir starfa séu í húfi.“ Með sóttkvíarskyldunni munu allir ferðamenn sem hafa verið í Frakklandi innan tíu daga frá ferðalagi til Bretlands þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði til að fara í sóttkví í og munu þurfa að fara í Covid-19 próf tveimur og átta dögum eftir komuna til landsins, óháð því hvort þeir séu bólusettir eða ekki. Þetta á líka við fullbólusetta einstaklinga sem hafa ferðast frá græn- eða gulmerktum löndum til Bretlands með milligöngu í Frakklandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Beta-afbrigði veirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, telur um tíu prósent nýsmita í Frakklandi, þar á meðal frönsku yfirráðasvæðanna Reunion og Mayotte, sem eru í Indlandshafi. Þar eru nær öll nýsmit af Beta-afbrigðinu. Yfirvöld hræðast að nái Beta-afbrigðið að dreifa úr sér á Bretlandi muni staðan versna til muna en Delta-afbrigðið, sem talið er talsvert skæðara en Beta-afbrigðið, telur nær öll nýsmit á Bretlandseyjum um þessar mundir. „Við höfum alltaf verið skýr með það að við munum ekki hika við að grípa til hraðra aðgerða á landamærunum til að stöðva útbreiðslu Covid-19 og vernda þá framför sem hefur orðið hér á landi með bólusetningu landsmanna,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Nú þegar aflétting takmarkana tekur gildi á mánudag um land allt munum við gera allt til þess að tryggja að alþjóðleg ferðalög fari fram á eins öruggan hátt og hægt er, og að við verndum landamæri okkar frá ógn annarra afbrigða.“ Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af ferðaþjónustunni á Bretlandi og segja ferðaþjónustufyrirtæki að ákvörðunin sé ruglandi. „Bretland hefur enga staðfasta stefnu þegar kemur að alþjóðlegum ferðalögum,“ segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugumferðasamtakanna IATA. Hann segir Bretland „skemma sinn eigin ferðamannaiðnað og þúsundir starfa séu í húfi.“ Með sóttkvíarskyldunni munu allir ferðamenn sem hafa verið í Frakklandi innan tíu daga frá ferðalagi til Bretlands þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði til að fara í sóttkví í og munu þurfa að fara í Covid-19 próf tveimur og átta dögum eftir komuna til landsins, óháð því hvort þeir séu bólusettir eða ekki. Þetta á líka við fullbólusetta einstaklinga sem hafa ferðast frá græn- eða gulmerktum löndum til Bretlands með milligöngu í Frakklandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira