Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2021 19:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. „Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira