Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 09:01 Rio Ferdinand fannst Gareth Southgate vera of seinn að skipta inn á í úrslitaleik EM. getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum í fyrradag. Englendingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Lukes Shaw og léku vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þeir tökin á leiknum og Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Ítali. Úrslitin réðust á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur, 3-2. Ferdinand segir að Southgate hafi verið of lengi að skipta inn á í úrslitaleiknum og Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins, hafi einfaldlega skákað og mátað hann. „Mancini notaði hálfleikinn betur en Southgate. Þeir náðu heljartaki á leiknum og við vorum fastir inni á eigin vallarhelmingi,“ sagði Ferdinand. Hann vildi sjá ferska leikmenn koma inn á þegar Ítalir voru með yfirhöndina, til að reyna að breyta gangi mála. „Við höfum hrósað þjálfaranum í hástert fyrir breytingarnar sem hann gerði á mótinu, bæði á liðsskipan og leikkerfi, en í þessum leik klikkaði hann á því sviði. Þegar þeir skoruðu voru þeir með vindinn í bakið. Þá fannst mér, og það er auðvelt að vera vitur eftir á, hann eiga að skipta [Jack] Grealish, [Jadon] Sancho eða [Marcus] Rashford inn á,“ sagði Ferdinand. „Allt mótið höfum við talað um að okkar mesti styrkleiki sé breiddin í hópnum, að liðið veikist ekki við skiptingar og varamennirnir komi með eitthvað nýtt að borðinu en þeim var ekki leyft að gera það í stærsta leiknum. Þeir gerðu það í öllum öðrum leikjum en í stærsta leiknum virtist Southgate frjósa og hugsa: förum með þetta í vítakeppni og vonum það besta.“ Southgate hefur komið enska liðinu í undanúrslit á tveimur stórmótum í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu þess. Englendingar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri á stórmóti síðan 1966. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum í fyrradag. Englendingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Lukes Shaw og léku vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þeir tökin á leiknum og Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Ítali. Úrslitin réðust á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur, 3-2. Ferdinand segir að Southgate hafi verið of lengi að skipta inn á í úrslitaleiknum og Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins, hafi einfaldlega skákað og mátað hann. „Mancini notaði hálfleikinn betur en Southgate. Þeir náðu heljartaki á leiknum og við vorum fastir inni á eigin vallarhelmingi,“ sagði Ferdinand. Hann vildi sjá ferska leikmenn koma inn á þegar Ítalir voru með yfirhöndina, til að reyna að breyta gangi mála. „Við höfum hrósað þjálfaranum í hástert fyrir breytingarnar sem hann gerði á mótinu, bæði á liðsskipan og leikkerfi, en í þessum leik klikkaði hann á því sviði. Þegar þeir skoruðu voru þeir með vindinn í bakið. Þá fannst mér, og það er auðvelt að vera vitur eftir á, hann eiga að skipta [Jack] Grealish, [Jadon] Sancho eða [Marcus] Rashford inn á,“ sagði Ferdinand. „Allt mótið höfum við talað um að okkar mesti styrkleiki sé breiddin í hópnum, að liðið veikist ekki við skiptingar og varamennirnir komi með eitthvað nýtt að borðinu en þeim var ekki leyft að gera það í stærsta leiknum. Þeir gerðu það í öllum öðrum leikjum en í stærsta leiknum virtist Southgate frjósa og hugsa: förum með þetta í vítakeppni og vonum það besta.“ Southgate hefur komið enska liðinu í undanúrslit á tveimur stórmótum í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu þess. Englendingar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri á stórmóti síðan 1966. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02
Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn