Körfubolti

Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr æfingaleik Ástralíu og Bandaríkjanna í Las Vegas í nótt.
Úr æfingaleik Ástralíu og Bandaríkjanna í Las Vegas í nótt. getty/Ethan Miller

Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst.

Um helgina tapaði bandaríska liðið mjög óvænt fyrir því nígeríska, 90-87, í æfingaleik. Og í nótt lutu Bandaríkin aftur í lægra haldi fyrir Ástralíu, 91-83.

Bandaríska liðið undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana í Tókýó og miðað við síðustu tvo leiki þarf Gregg Popovich að kippa ýmsu í lag ef Bandaríkin ætla að vinna sitt fjórða Ólympíugull í röð.

Bandaríkin voru yfir í hálfleik, 37-46, en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik sem það tapaði, 54-35.

Patty Mills skoraði 22 stig fyrir Ástralíu og Joe Ingles sautján. Damian Lillard var stigahæstur Bandaríkjamanna með 22 stig. Kevin Durant kom næstur með sautján stig og Bradley Beal gerði tólf stig.

Undir stjórn Popovichs enduðu Bandaríkin í 7. sæti á HM 2019. Bandaríska liðið tapaði tveimur af síðustu þremur leikjum þar og í síðustu fimm leikjum hefur það því aðeins unnið einn sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×