Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:31 Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov er ekki vel til vina. getty/Stephen McCarthy Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib. MMA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Sjá meira
Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib.
MMA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Sjá meira