Fyrsta þjóðin sem vinnur EM karla og Eurovision á sama árinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:31 Eftir að ítalska fótboltalandsliðið vann EM í gær er Ítalía nú handhafi tveggja stærstu titlanna í íþróttum og listum í Evrópu. Ítalía vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí og er þar með fyrsta þjóðin sem vinnur Eurovision og EM í fótbolta karla á sama árinu. Ítalir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Ítalía vann vítakeppnina, 3-2. Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, varði tvö víti og var valinn besti leikmaður mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari. Ítalir unnu EM 1968 á heimavelli þá tókst þeim ekki að taka tvennuna; vinna EM og Eurovision á sama árinu. Spánn hrósaði sigri í Eurovision það árið með laginu „La La La“ sem söngkonan Massiel flutti. En nú tókst evrópskri þjóð að vinna þessar tvær stóru keppnir í íþróttum og listum á sama árinu. Sem kunnugt hrósaði Ítalía sigri í Eurovision sem fór fram í Rotterdam í Hollandi. Sigurlagið hét „Zitti e buoni“ og var flutt af hljómsveitinni Måneskin. Á næsta ári fer Eurovision fram á Ítalíu og Ítalir freista þess þá að verða fyrsta þjóðin í um þrjátíu ár til að vinna keppnina tvö ár í röð. watch on YouTube Þegar kemur að EM kvenna og Eurovision þá hefur afrekið einu sinni unnist. Það var árið 1984 þegar Svíar hrósuðu sigri í báðum keppnum. Bræðratríóið Herreys vann Eurovision með laginu „Diggi-Loo Diggi-Ley“ og sænska kvennalandsliðið vann fyrsta Evrópumótið sem haldið var eftir sigur á Englandi, að sjálfsögðu í vítakeppni. Ítalska fótboltalandsliðið getur bætt öðrum titli í safnið á heimavelli í haust en þá fara úrslit Þjóðadeildarinnar fram á Ítalíu. Í undanúrslitunum mætast Ítalir og Spánverjar annars vegar og Belgar og Frakkar hins vegar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Eurovision Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Ítalía vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí og er þar með fyrsta þjóðin sem vinnur Eurovision og EM í fótbolta karla á sama árinu. Ítalir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Ítalía vann vítakeppnina, 3-2. Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, varði tvö víti og var valinn besti leikmaður mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari. Ítalir unnu EM 1968 á heimavelli þá tókst þeim ekki að taka tvennuna; vinna EM og Eurovision á sama árinu. Spánn hrósaði sigri í Eurovision það árið með laginu „La La La“ sem söngkonan Massiel flutti. En nú tókst evrópskri þjóð að vinna þessar tvær stóru keppnir í íþróttum og listum á sama árinu. Sem kunnugt hrósaði Ítalía sigri í Eurovision sem fór fram í Rotterdam í Hollandi. Sigurlagið hét „Zitti e buoni“ og var flutt af hljómsveitinni Måneskin. Á næsta ári fer Eurovision fram á Ítalíu og Ítalir freista þess þá að verða fyrsta þjóðin í um þrjátíu ár til að vinna keppnina tvö ár í röð. watch on YouTube Þegar kemur að EM kvenna og Eurovision þá hefur afrekið einu sinni unnist. Það var árið 1984 þegar Svíar hrósuðu sigri í báðum keppnum. Bræðratríóið Herreys vann Eurovision með laginu „Diggi-Loo Diggi-Ley“ og sænska kvennalandsliðið vann fyrsta Evrópumótið sem haldið var eftir sigur á Englandi, að sjálfsögðu í vítakeppni. Ítalska fótboltalandsliðið getur bætt öðrum titli í safnið á heimavelli í haust en þá fara úrslit Þjóðadeildarinnar fram á Ítalíu. Í undanúrslitunum mætast Ítalir og Spánverjar annars vegar og Belgar og Frakkar hins vegar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Eurovision Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira