Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Gareth Southgate hughreystir Bukayo Saka eftir að hann klúðraði síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. getty/Laurence Griffiths Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“