Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 13:11 Flokksmenn Katrínar vilja ekki endurtaka leikinn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. vísir/vilhelm Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira