Fyrsta lotan var nokkuð jöfn framan af en McGregor byrjaði örlítið betur. Poirier vann sig inn í bardagann og náði fjölda högga áður en McGregor reyndi hengingu. Bandaríkjamanninum tókst að losa sig úr prísundunni og lét höggin dynja á Íranum.
Lotan var þó ekki kláruð þar sem ljóst var að McGregor væri meiddur. Hann sneri illa upp á annan ökklann sem virtist brotna og gat ekki staðið upp.
McGregor future in doubt after freak leg break https://t.co/kVecwebwaF pic.twitter.com/Y3dsJ8y3eR
— Reuters (@Reuters) July 11, 2021
Dómari bardagans, Herb Dean, átti engra kosta völ en að enda bardagann þá og þegar. Poirier sigraði því með tæknilegu rothöggi.