Vilde Hasund kom Sandviken yfir eftir hálftíma leik og staðan var 1-0 í hálfleik. Guro Bergsvand tvöfaldaði forystuna á 53.mínútu og Marit Lund gerði út um leikinn þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka, en Marit Lund hafði einnig lagt upp fyrstu tvö mörkin.
Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Vålerenga og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 68.mínútu.
Sandviken er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum meira en Vålerenge sem er í því þriðja.
LSK sigraði Kolbotn 2-1 á útivelli og er nú í fjórða sæti með jafn mörg stig og Vålerenga.
Þá unnu Avaldsnes öruggan 3-0 heimasigur gegn Klepp og fyrr í dag gerðu Arna-Björnar góða ferð til Stabæk þar sem þær unnu einnig 3-0. Guðbjörg Gunnarsdóttir sat allan tíman á varamannabekk Arna-Björnar.