Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2021 03:11 Skjáskot tekið um fjögurleytið sýnir hraunslettu í gígnum. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. Þegar leið á nóttina var greinilegt að gosvirknin var að aukast. Hraunslettur fóru svo að sjást á vefmyndavél Vísis um fjögurleytið. Þetta er fyrsta kvikan sem sést gusast í gígnum frá því á mánudagskvöld. Skjáskot tekið klukkan 5:15 í morgunVefmyndavél Vísis/Skjáskot Á óróariti Veðurstofunnar frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sést einnig greinileg breyting. Það sýnir að óróapúlsinn tók að rjúka upp seint í gærkvöldi. Óróaritið frá mælinum á Fagradalsfjalli, eins og það leit út klukkan fimm í morgun. Það sýnir óróann síðustu tíu sólarhringa. Takið eftir hvernig strikið hefur rokið upp frá miðnætti. Laust eftir miðnætti fór óróinn hærra upp en hann hefur verið undanfarna fjóra sólarhringa. Er þetta í fyrsta sinn frá því á mánudagskvöld, þegar sýnilegt hraunrennsli hætti frá gígnum, sem óróinn nálgast sömu hæð og hann var í þegar eldgosið var í fullum gangi. Gígurinn um hálfþrjúleytið í nótt, eins og hann blasti við á vefmyndavél Vísis. Þá var ekki farið að sjást í hraunslettur.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá stöðumat Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld: Hér má sjá hraunið flæða yfir gígbarmana þegar eldgosið tók kipp á ný fyrir tíu dögum: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Þegar leið á nóttina var greinilegt að gosvirknin var að aukast. Hraunslettur fóru svo að sjást á vefmyndavél Vísis um fjögurleytið. Þetta er fyrsta kvikan sem sést gusast í gígnum frá því á mánudagskvöld. Skjáskot tekið klukkan 5:15 í morgunVefmyndavél Vísis/Skjáskot Á óróariti Veðurstofunnar frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sést einnig greinileg breyting. Það sýnir að óróapúlsinn tók að rjúka upp seint í gærkvöldi. Óróaritið frá mælinum á Fagradalsfjalli, eins og það leit út klukkan fimm í morgun. Það sýnir óróann síðustu tíu sólarhringa. Takið eftir hvernig strikið hefur rokið upp frá miðnætti. Laust eftir miðnætti fór óróinn hærra upp en hann hefur verið undanfarna fjóra sólarhringa. Er þetta í fyrsta sinn frá því á mánudagskvöld, þegar sýnilegt hraunrennsli hætti frá gígnum, sem óróinn nálgast sömu hæð og hann var í þegar eldgosið var í fullum gangi. Gígurinn um hálfþrjúleytið í nótt, eins og hann blasti við á vefmyndavél Vísis. Þá var ekki farið að sjást í hraunslettur.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá stöðumat Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld: Hér má sjá hraunið flæða yfir gígbarmana þegar eldgosið tók kipp á ný fyrir tíu dögum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21
Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54