Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 21:55 Ítalía er Evrópumeistari. Catherine Ivill/UEFA via Getty Images Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. Töluverð vandræði voru fyrir leik kvöldsins þar sem töluverður fjöldi miðalausra aðdáenda enska liðsins brutu sér leið inn á Wembley. Öryggisstarfsfólki tókst að leysa úr því og leikurinn hófst á tilsettum tíma þrátt fyrir vandræðin. Ekki löngu eftir að leikurinn hafði verið flautaður á, nánar tiltekið einni mínútu og 57 sekúndum eftir upphafsflautið, kom fyrsta markið. England sótti þá upp hægri kantinn þar sem vængbakvörðurinn Kieran Trippier, sem kom inn í lið Englands fyrir leikinn, fékk mikinn tíma og pláss til að athafna sig, gaf boltann fyrir á fjærstöngina þar sem hinn vængbakvörðurinn Luke Shaw var einn á auðum sjó og skaut boltanum viðstöðulaust í stöng og inn í nærhornið. This is how England fans across the country celebrated Luke Shaw's goal at Wembley Watch: https://t.co/1AI1VDwQUC#bbceuro2020 #Euro2020Final #ITAENG pic.twitter.com/WymLFHG9fA— Match of the Day (@BBCMOTD) July 11, 2021 England var því komið yfir eftir tveggja mínútna leik, með fljótasta marki í sögu úrslitaleikja á EM. Það kom því ekkert svakalega á óvart að þeir ensku féllu aftarlega á völlinn eftir það. Ítalía stýrði ferðinni og var meira með boltann en gekk bölvanlega að skapa sér færi gegn þéttri enskri vörn. Að sama skapi pressaði ítalska liðið vel á það enska sem átti ekki annað skot í fyrri hálfleik eftir það hjá Shaw í upphafi. Staðan í leikhléi var því 1-0 fyrir England. Vildu halda fengnum hlut Síðari hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri. Ítalir einokuðu boltann gegn ensku liði sem virtist eingöngu einbeita sér að því að halda fengnum hlut. Federico Chiesa, sem var hvað líflegastur fram á við hjá Ítalíu, átti hörkutilraun rétt innan teigs á 61. mínútu sem Jordan Pickford blakaði frá. Ítalir héldu áfram að sækja og höfðu verið 71% með boltann í síðari hálfleik þegar þeir fengu hornspyrnu á 67. mínútu. Varamaðurinn Domenico Berardi tók spyrnuna og fann annan varamann, Bryan Cristante, sem vann skallaboltann á nærstönginni, framlengdi boltann inn á teiginn þar sem Marco Verratti skallaði að marki. Pickford varði í stöng en Leonardo Bonucci mætti fyrstur á frákastið og setti boltann í netið frá markteig. Staðan orðin 1-1. Leonardo Bonucci is the first #ITA player to score in a major international tournament final since Marco Materazzi against France at the 2006 World Cup.You know what happened next... pic.twitter.com/39DQufsiFu— Squawka Football (@Squawka) July 11, 2021 Ítalir voru áfram með tögl og hagldir gegn Englendingum sem gekk illa að tengja saman sendingar, hvað þá að skapa sér færi. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að setja annað mark á tíðindalitlum lokamínútum og fór leikurinn því 1-1. Enn ein framlenging mótsins tók því við, sú áttunda á mótinu, sem er met. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér teljandi færi í framlengingunni og ekkert skorað. Gareth Southgate, þjálfari Englands, vakti athygli þegar hann skipti bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho inn á undir lok framlengingarinnar fyrir Kyle Walker og Jordan Henderson, sem hafði komið inn fyrr í leiknum, fyrir vítakeppnina. Rashford spilaði uppbótartímann í hægri bakverði en þeim ensku refsaðist ekki fyrir það. Great distribution throughout Strong defensive display at 34 Scored the all-important equaliser Italy hero Leonardo Bonucci = Star of the Match! Did you predict that?@Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/zNdJbntUiE— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 11, 2021 Skiptingarnar dýrkeyptar Fyrsta vítið tók Ítalinn Domenico Berardi sem sendi Jordan Pickford í rangt horn og skoraði örugglega. Harry Kane gerði það líka í fyrstu spyrnu Englendinga. Andrea Belotti var næstur á punktinn fyrir Ítali en Jordan Pickford varði frá honum. Örugg vítaspyrna Harry Maguire í samskeytin kom þeim ensku 2-1 yfir. Annar hafsent, Leonardo Bonucci skoraði af öryggi til að jafna 2-2 en þá var komið að Marcus Rashford. Hann sendi Donnarumma í rangt horn en setti boltann í stöng og út. Federico Bernardeschi gaf Ítölum yfirhöndina með því að setja boltann á mitt markið, framhjá Pickford sem skutlaði sér. Staðan 3-2. Jadon Sancho, sem kom, ásamt Rashford, sérstaklega inn á völlinn til að taka víti, klúðraði hins vegar rétt eins og hann, þar sem Donnarumma varði. Jorginho gat þá tryggt Ítölum sigur úr síðustu spyrnu þeirra bláklæddu fyrir bráðabana en Pickford hélt vonum Englands á lífi með góðri vörslu. Hinn ungi Bukayo Saka lét hins vegar Donnarumma verja frá sér fimmtu spyrnu Englands, rétt eins og Sancho, og þrjú klúður í röð þýddu 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. Ítalía er því Evrópumeistari í annað sinn. EM 2020 í fótbolta
Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. Töluverð vandræði voru fyrir leik kvöldsins þar sem töluverður fjöldi miðalausra aðdáenda enska liðsins brutu sér leið inn á Wembley. Öryggisstarfsfólki tókst að leysa úr því og leikurinn hófst á tilsettum tíma þrátt fyrir vandræðin. Ekki löngu eftir að leikurinn hafði verið flautaður á, nánar tiltekið einni mínútu og 57 sekúndum eftir upphafsflautið, kom fyrsta markið. England sótti þá upp hægri kantinn þar sem vængbakvörðurinn Kieran Trippier, sem kom inn í lið Englands fyrir leikinn, fékk mikinn tíma og pláss til að athafna sig, gaf boltann fyrir á fjærstöngina þar sem hinn vængbakvörðurinn Luke Shaw var einn á auðum sjó og skaut boltanum viðstöðulaust í stöng og inn í nærhornið. This is how England fans across the country celebrated Luke Shaw's goal at Wembley Watch: https://t.co/1AI1VDwQUC#bbceuro2020 #Euro2020Final #ITAENG pic.twitter.com/WymLFHG9fA— Match of the Day (@BBCMOTD) July 11, 2021 England var því komið yfir eftir tveggja mínútna leik, með fljótasta marki í sögu úrslitaleikja á EM. Það kom því ekkert svakalega á óvart að þeir ensku féllu aftarlega á völlinn eftir það. Ítalía stýrði ferðinni og var meira með boltann en gekk bölvanlega að skapa sér færi gegn þéttri enskri vörn. Að sama skapi pressaði ítalska liðið vel á það enska sem átti ekki annað skot í fyrri hálfleik eftir það hjá Shaw í upphafi. Staðan í leikhléi var því 1-0 fyrir England. Vildu halda fengnum hlut Síðari hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri. Ítalir einokuðu boltann gegn ensku liði sem virtist eingöngu einbeita sér að því að halda fengnum hlut. Federico Chiesa, sem var hvað líflegastur fram á við hjá Ítalíu, átti hörkutilraun rétt innan teigs á 61. mínútu sem Jordan Pickford blakaði frá. Ítalir héldu áfram að sækja og höfðu verið 71% með boltann í síðari hálfleik þegar þeir fengu hornspyrnu á 67. mínútu. Varamaðurinn Domenico Berardi tók spyrnuna og fann annan varamann, Bryan Cristante, sem vann skallaboltann á nærstönginni, framlengdi boltann inn á teiginn þar sem Marco Verratti skallaði að marki. Pickford varði í stöng en Leonardo Bonucci mætti fyrstur á frákastið og setti boltann í netið frá markteig. Staðan orðin 1-1. Leonardo Bonucci is the first #ITA player to score in a major international tournament final since Marco Materazzi against France at the 2006 World Cup.You know what happened next... pic.twitter.com/39DQufsiFu— Squawka Football (@Squawka) July 11, 2021 Ítalir voru áfram með tögl og hagldir gegn Englendingum sem gekk illa að tengja saman sendingar, hvað þá að skapa sér færi. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að setja annað mark á tíðindalitlum lokamínútum og fór leikurinn því 1-1. Enn ein framlenging mótsins tók því við, sú áttunda á mótinu, sem er met. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér teljandi færi í framlengingunni og ekkert skorað. Gareth Southgate, þjálfari Englands, vakti athygli þegar hann skipti bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho inn á undir lok framlengingarinnar fyrir Kyle Walker og Jordan Henderson, sem hafði komið inn fyrr í leiknum, fyrir vítakeppnina. Rashford spilaði uppbótartímann í hægri bakverði en þeim ensku refsaðist ekki fyrir það. Great distribution throughout Strong defensive display at 34 Scored the all-important equaliser Italy hero Leonardo Bonucci = Star of the Match! Did you predict that?@Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/zNdJbntUiE— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 11, 2021 Skiptingarnar dýrkeyptar Fyrsta vítið tók Ítalinn Domenico Berardi sem sendi Jordan Pickford í rangt horn og skoraði örugglega. Harry Kane gerði það líka í fyrstu spyrnu Englendinga. Andrea Belotti var næstur á punktinn fyrir Ítali en Jordan Pickford varði frá honum. Örugg vítaspyrna Harry Maguire í samskeytin kom þeim ensku 2-1 yfir. Annar hafsent, Leonardo Bonucci skoraði af öryggi til að jafna 2-2 en þá var komið að Marcus Rashford. Hann sendi Donnarumma í rangt horn en setti boltann í stöng og út. Federico Bernardeschi gaf Ítölum yfirhöndina með því að setja boltann á mitt markið, framhjá Pickford sem skutlaði sér. Staðan 3-2. Jadon Sancho, sem kom, ásamt Rashford, sérstaklega inn á völlinn til að taka víti, klúðraði hins vegar rétt eins og hann, þar sem Donnarumma varði. Jorginho gat þá tryggt Ítölum sigur úr síðustu spyrnu þeirra bláklæddu fyrir bráðabana en Pickford hélt vonum Englands á lífi með góðri vörslu. Hinn ungi Bukayo Saka lét hins vegar Donnarumma verja frá sér fimmtu spyrnu Englands, rétt eins og Sancho, og þrjú klúður í röð þýddu 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. Ítalía er því Evrópumeistari í annað sinn.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“