Einu rauðmerktu löndin á kortinu eru Spánn, Portúgal og Kýpur. Þá er Írland enn gulmerkt og hlutar hinna Norðurlandanna. Holland er einnig enn nokkuð gulmerkt og grísku eyjarnar sömuleiðis.
Fyrir þremur vikum síðan var útlitið talsvert verra. Holland var enn rauðmerkt, Svíþjóð var hvergi merkt græn og Eystrasaltslöndin voru öll gulmerkt.
Ástandið hefur hins vegar versnað í Portúgal og á Spáni þar sem ríkin tvö voru nær alveg gulmerkt, þó einhver rauð svæði væru á Spáni. Þau svæði á Spáni sem voru grænmerkt hafa nú verið rauðmerkt.