Messi hæddist að liðsfélaga Gylfa eftir klúður hans í vítakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 09:30 Lionel Messi og Yerry Mina lenti saman í leiknum eins og sjá má hér. Getty/MB Media Það var mikil spenna í loftinu í vítaspyrnukeppni Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar og sjálfur Lionel Messi hikaði ekki við að strá salti í sár mótherja í vítakeppninni. Kólumbíumaðurinn Yerry Mina, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, varð fyrir því óláni að klikka á víti í vítaspyrnukeppninni en Kólumbíumenn klikkuðu alls á þremur vítum og eru úr leik. Mina var annar leikmaður Kolumbíu sem klikkaði í vítakeppninni en á endanum var það Lautaro Martínez sem tryggði Argentínumönnum sæti í úrslitaleiknum. Messi tók fyrstu spyrnu Argentínumanna og skoraði. Lionel Messi shouted "Dance now!" at Yerry Mina after he missed his penalty against Argentina pic.twitter.com/mIYnUUrPbq— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Kólumbíumenn höfðu komist í undanúrslitaleikinn með því að vinna vítaspyrnukeppni á móti Úrúgvæ. Yerry Mina skoraði þá úr sinni spyrnu og bauð upp á dans á eftir eins og hann gerir vanalega þegar hann skorar í leik. Nú gerði hann það í vítakeppninni. Þetta virtist fara í taugarnar á mörgum og þar á meðal Messi. Mina og Messi hafði lent aðeins saman í leiknum og var þvi enginn aðdáandi Mina. Messi hæddist að Mina eftir að Emiliano Martinez varði víti Kólumbíumannsins. Sjónvarpsvélarnar sýndu þegar Messi öskraði að honum: „Dansaðu núna,“ mátti heyra Messa kalla en þar sem það voru engir áhorfendur á vellinum heyrðist það sem menn voru að segja. Það heyrðist því líka hvernig markvörðurinn Emiliano Martinez reyndi að taka Mina á taugum fyrir vítið. „Sjáðu, boltinn er ekki á punktinum,“ sagði Emiliano Martinez fyrst við dómarann áður en hann sneri sér að Mina. HOW ABOUT DANCING NOW? yells Leo Messi to Yerry Mina after his penalty kick is saved by Dibu Martínez. This is the Messi all of Argentina wants to see. Fired up and in it pic.twitter.com/0mFXzVdru5— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 7, 2021 „Þú ert stressaður. Ég sé að þú ert stressaður. Ég veit hvert þú ætlar að skjóta. Ég ætla að éta þig. Mundu, ég ætla að éta þig,“ sagði Martinez. Martinez stóð við sín orð og varði vítaspyrnu Mina. Martinez, sem er fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Aston Villa, varði alls þrjár vítaspyrnur frá Kólumbíumönnum og var hetja Argentínumanna í leiknum. Argentína Copa América Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Yerry Mina, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, varð fyrir því óláni að klikka á víti í vítaspyrnukeppninni en Kólumbíumenn klikkuðu alls á þremur vítum og eru úr leik. Mina var annar leikmaður Kolumbíu sem klikkaði í vítakeppninni en á endanum var það Lautaro Martínez sem tryggði Argentínumönnum sæti í úrslitaleiknum. Messi tók fyrstu spyrnu Argentínumanna og skoraði. Lionel Messi shouted "Dance now!" at Yerry Mina after he missed his penalty against Argentina pic.twitter.com/mIYnUUrPbq— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Kólumbíumenn höfðu komist í undanúrslitaleikinn með því að vinna vítaspyrnukeppni á móti Úrúgvæ. Yerry Mina skoraði þá úr sinni spyrnu og bauð upp á dans á eftir eins og hann gerir vanalega þegar hann skorar í leik. Nú gerði hann það í vítakeppninni. Þetta virtist fara í taugarnar á mörgum og þar á meðal Messi. Mina og Messi hafði lent aðeins saman í leiknum og var þvi enginn aðdáandi Mina. Messi hæddist að Mina eftir að Emiliano Martinez varði víti Kólumbíumannsins. Sjónvarpsvélarnar sýndu þegar Messi öskraði að honum: „Dansaðu núna,“ mátti heyra Messa kalla en þar sem það voru engir áhorfendur á vellinum heyrðist það sem menn voru að segja. Það heyrðist því líka hvernig markvörðurinn Emiliano Martinez reyndi að taka Mina á taugum fyrir vítið. „Sjáðu, boltinn er ekki á punktinum,“ sagði Emiliano Martinez fyrst við dómarann áður en hann sneri sér að Mina. HOW ABOUT DANCING NOW? yells Leo Messi to Yerry Mina after his penalty kick is saved by Dibu Martínez. This is the Messi all of Argentina wants to see. Fired up and in it pic.twitter.com/0mFXzVdru5— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 7, 2021 „Þú ert stressaður. Ég sé að þú ert stressaður. Ég veit hvert þú ætlar að skjóta. Ég ætla að éta þig. Mundu, ég ætla að éta þig,“ sagði Martinez. Martinez stóð við sín orð og varði vítaspyrnu Mina. Martinez, sem er fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Aston Villa, varði alls þrjár vítaspyrnur frá Kólumbíumönnum og var hetja Argentínumanna í leiknum.
Argentína Copa América Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira