Anníe Mist náði hundrað kílóum: Kannski ekki stórar tölur en risastórar fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir að lyfta en Freyja Mist fylgist með móður sinni. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að gera Freyju Mist stolta af sér á heimsleikunum í CrossFit seinna í þessum mánuði en þá mætir hún í fyrsta sinn til leiks sem móðir. Anníe Mist hefur tekið mörg skref í rétta átt í endurkomu sinni eftir barnsburð og hún fagnaði mikilvægum lyftum hjá sér í gær. Anníe Mist eignaðist dóttur í ágúst en tryggði sér sæti á heimsleikunum í síðasta mánuði. Nú eru aðeins tuttugu dagar í heimsleikanna sem fara fram í Madison í Wisconsin fylki frá 27. júlí til 1. ágúst. Anníe Mist sagði frá takmörkum sem hún náði í lyftingarsalnum þremur vikum fyrir leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Þetta eru kannski ekki stórar tölur fyrir suma en þær eru risastórar fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. Hún lyfti þá 87,5 kílóum í snörun (Snatch) og náði einnig hundrað kílóunum í jafnhöttun (Clean and Jerk). Það er rétt að taka það fram að þessar tölur eru alvöru og það er gaman að sjá íslensku CrossFit goðsögnina vera komin í heimsleikaform. „Ég er búin að eyða síðustu ellefu mánuðum í að koma til bala og reyna verða sterkari og hraustari á sama tíma og ég finn jafnvægið með að hugsa líka á sama tíma um Freyju,“ skrifaði Anníe. „Ég hef lagt mikið á mig og hef reynt að halda þolinmæðinni með því að halda trú á ferlið og taka eitt skref í einu,“ skrifaði Anníe. Nú eru við farin að nálgast heimsleikana. Ég mun geta allt í mínu valdi til að gera hana og mig sjálfa stolta af mér á heimsleikunum í ár,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist birti síðan myndband af báðum þessum lyftum sínum en það má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Anníe Mist hefur tekið mörg skref í rétta átt í endurkomu sinni eftir barnsburð og hún fagnaði mikilvægum lyftum hjá sér í gær. Anníe Mist eignaðist dóttur í ágúst en tryggði sér sæti á heimsleikunum í síðasta mánuði. Nú eru aðeins tuttugu dagar í heimsleikanna sem fara fram í Madison í Wisconsin fylki frá 27. júlí til 1. ágúst. Anníe Mist sagði frá takmörkum sem hún náði í lyftingarsalnum þremur vikum fyrir leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Þetta eru kannski ekki stórar tölur fyrir suma en þær eru risastórar fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. Hún lyfti þá 87,5 kílóum í snörun (Snatch) og náði einnig hundrað kílóunum í jafnhöttun (Clean and Jerk). Það er rétt að taka það fram að þessar tölur eru alvöru og það er gaman að sjá íslensku CrossFit goðsögnina vera komin í heimsleikaform. „Ég er búin að eyða síðustu ellefu mánuðum í að koma til bala og reyna verða sterkari og hraustari á sama tíma og ég finn jafnvægið með að hugsa líka á sama tíma um Freyju,“ skrifaði Anníe. „Ég hef lagt mikið á mig og hef reynt að halda þolinmæðinni með því að halda trú á ferlið og taka eitt skref í einu,“ skrifaði Anníe. Nú eru við farin að nálgast heimsleikana. Ég mun geta allt í mínu valdi til að gera hana og mig sjálfa stolta af mér á heimsleikunum í ár,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist birti síðan myndband af báðum þessum lyftum sínum en það má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira