Ítalir í úrslit á EM eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júlí 2021 21:59 Jorginho tryggði Ítölum í úrslitaleik EM í vítaspyrnukeppni. Carl Recine - Pool/Getty Images Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mörg færi. Spánverjar voru þó sterkari aðilinn og héldu boltanum ágætlega. Hvorugu liðinu tókst þó að skapa sér opin marktækifæri og þegar flautað var til hálfleiks höfðu Spánverjar átt eitt skot á markið gegn engu skoti Ítala. Seinni hálfleikurinn var mun opnari en sá fyrri og nokkur færi litu dagsins ljós. Þegar um hálftími var til leiksloka áttu Spánverjar fyrirgjöf sem endaði beint í höndunum á Donnarumma í marki Ítala, sem var fljótur að koma boltanum í leik á Verratti. Hann framlengdi boltanum á Ciro Immobile sem keyrði inn á teig en Spánverjar náðu að komast fyrir skot hans. Federico Chiesa var fyrstur að átta sig og hann skrúfaði boltanum fallega í fjærhornið. Spánverjar voru þó ekkert á því að leggja árar í bát. Tíu mínútum fyrir leikslok fékk Aymeric Laporte boltann og kom honum á Alvaro Morata á miðjum vallarhelmingi Ítala. Morata tók þá flottan sprett að teig Ítala og gott þríhyrningsspil hans við Daniel Olmo skilaði honum einum í gegn. Morata kláraði færið vel í nærhornið framhjá Gianluigi Donnarumma. Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið fyrir leikslok. Staðan því 1-1 að venjulegum leiktíma loknum og grípa þurfti til framlengingar. Ekki gekk það heldur hjá liðunum að finna sigurmarkið í framlengingunni. Að minnsta kosti gekk þeim ekki að finna löglegt mark. Domenico Berardi slapp einn í gegn þegar tíu mínútur voru eftir og kom boltanum í netið, en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Það var því ljóst að eina leiðin til að útkljá þennan leik var í vítaspyrnukeppni. Bæði lið klikkuðu á fyrstu spyrnum sínum. Unai Simon varði frá Manuel Locatelli og Dani Olmo setti sína spyrnu hátt yfir. Bæði lið fundu svo netmöskvana í næstu tveim spyrnum og Federico Bernardeschi skoraði úr fjórðu spyrnu Ítala. Markaskorari Spánverja, Alvaro Morata, steig næstur á svið, en spyrna hans nokkuð nálægt Donnarumma í marki Ítala sem varði vel. Ítalir gátu því tryggt sér sigur með sinni seinustu spyrnu. Jorginho steig á punktinn og hann er ekki óvanur því að að taka víti á Englandi. Hann tók hoppið sitt fræga og Unai Simon fór í vitlaust horn. Ítalir eru því á leið í úrslitaleik EM á sunnudaginn þar sem þeir mæta annað hvort Englendingum eða Dönum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mörg færi. Spánverjar voru þó sterkari aðilinn og héldu boltanum ágætlega. Hvorugu liðinu tókst þó að skapa sér opin marktækifæri og þegar flautað var til hálfleiks höfðu Spánverjar átt eitt skot á markið gegn engu skoti Ítala. Seinni hálfleikurinn var mun opnari en sá fyrri og nokkur færi litu dagsins ljós. Þegar um hálftími var til leiksloka áttu Spánverjar fyrirgjöf sem endaði beint í höndunum á Donnarumma í marki Ítala, sem var fljótur að koma boltanum í leik á Verratti. Hann framlengdi boltanum á Ciro Immobile sem keyrði inn á teig en Spánverjar náðu að komast fyrir skot hans. Federico Chiesa var fyrstur að átta sig og hann skrúfaði boltanum fallega í fjærhornið. Spánverjar voru þó ekkert á því að leggja árar í bát. Tíu mínútum fyrir leikslok fékk Aymeric Laporte boltann og kom honum á Alvaro Morata á miðjum vallarhelmingi Ítala. Morata tók þá flottan sprett að teig Ítala og gott þríhyrningsspil hans við Daniel Olmo skilaði honum einum í gegn. Morata kláraði færið vel í nærhornið framhjá Gianluigi Donnarumma. Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið fyrir leikslok. Staðan því 1-1 að venjulegum leiktíma loknum og grípa þurfti til framlengingar. Ekki gekk það heldur hjá liðunum að finna sigurmarkið í framlengingunni. Að minnsta kosti gekk þeim ekki að finna löglegt mark. Domenico Berardi slapp einn í gegn þegar tíu mínútur voru eftir og kom boltanum í netið, en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Það var því ljóst að eina leiðin til að útkljá þennan leik var í vítaspyrnukeppni. Bæði lið klikkuðu á fyrstu spyrnum sínum. Unai Simon varði frá Manuel Locatelli og Dani Olmo setti sína spyrnu hátt yfir. Bæði lið fundu svo netmöskvana í næstu tveim spyrnum og Federico Bernardeschi skoraði úr fjórðu spyrnu Ítala. Markaskorari Spánverja, Alvaro Morata, steig næstur á svið, en spyrna hans nokkuð nálægt Donnarumma í marki Ítala sem varði vel. Ítalir gátu því tryggt sér sigur með sinni seinustu spyrnu. Jorginho steig á punktinn og hann er ekki óvanur því að að taka víti á Englandi. Hann tók hoppið sitt fræga og Unai Simon fór í vitlaust horn. Ítalir eru því á leið í úrslitaleik EM á sunnudaginn þar sem þeir mæta annað hvort Englendingum eða Dönum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“