Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 13:24 Sum dýr eru jafnari en önnur í frumvarpinu um velferð dýra sem liggur fyrir breska þinginu. Það nær aðeins til hryggdýra en sumir þingmenn vilja að það nái einnig til sumra hryggleysingja. Vísir/EPA Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. Frumvarpið um velferð og tilfinningar dýra legði þær skyldur á herðar allra breskra ríkisstofnana að taka tillit til tilfinninga dýra þegar lög eru samin og reglur settar. Það er í samræmi við kosningaloforð Boris Johnson forsætisráðherra um að lögfesta að dýr séu vitsmunaverur sem stjórnvöld verði að gefa gaum. Villt dýr jafnt sem hús- og gæludýr nytu verndar laganna verði þau samþykkt, að sögn Washington Post. Frumvarpið nær aðeins til hryggdýra eins og spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra og fiska. Líklegt er þó að breytingar verði gerðar á því þannig að það nái einnig til kolkrabba, krabba og skyldra tegunda en andstaða gegn þeirri venju að sjóða lifandi humra er sögð fara vaxandi á meðal bresks almennings. Þá yrði komið á fót sérfræðinganefnd sem færi ofan í kjölinn á ákvörðunum stjórnvalda til að tryggja að þau hafi tekið tillit til velferðar dýra. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að lögin yrðu þung í vöfum og auka skrifræði stjórnvalda og að þau séu runnin undan rifjum grænkera og róttækra dýraverndunarsinna. Donald Broom, vísindamaður sem rannsakar dýravelferð við Cambridge-háskóla, segir bandaríska dagblaðinu að vísindalegum rannsóknum á vitsmunum, meðvitund og tilfinningum dýra hafi fleygt fram á undanförnum árum. Í ljós hafi komið að dýr séu gædd ýmsum eiginleikum sem talið var að menn byggju einir yfir, þar á meðal notkun á verkfærum og tungumáli, tímaskyn, blekkingum, samúð og náungakærleik. Menn og dýr séu þannig merkilega lík. Broom segir að skynug dýr séu „einstaklingar sem upplifa sársauka og þjáningar og alls konar aðra hluti og það ætti að taka tillit til þess.“ Hann sé ekki mótfallinn því að menn borði dýr eða nýti þau en að hugsa ætti um dýrin sem einstaklinga. Bretland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Frumvarpið um velferð og tilfinningar dýra legði þær skyldur á herðar allra breskra ríkisstofnana að taka tillit til tilfinninga dýra þegar lög eru samin og reglur settar. Það er í samræmi við kosningaloforð Boris Johnson forsætisráðherra um að lögfesta að dýr séu vitsmunaverur sem stjórnvöld verði að gefa gaum. Villt dýr jafnt sem hús- og gæludýr nytu verndar laganna verði þau samþykkt, að sögn Washington Post. Frumvarpið nær aðeins til hryggdýra eins og spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra og fiska. Líklegt er þó að breytingar verði gerðar á því þannig að það nái einnig til kolkrabba, krabba og skyldra tegunda en andstaða gegn þeirri venju að sjóða lifandi humra er sögð fara vaxandi á meðal bresks almennings. Þá yrði komið á fót sérfræðinganefnd sem færi ofan í kjölinn á ákvörðunum stjórnvalda til að tryggja að þau hafi tekið tillit til velferðar dýra. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að lögin yrðu þung í vöfum og auka skrifræði stjórnvalda og að þau séu runnin undan rifjum grænkera og róttækra dýraverndunarsinna. Donald Broom, vísindamaður sem rannsakar dýravelferð við Cambridge-háskóla, segir bandaríska dagblaðinu að vísindalegum rannsóknum á vitsmunum, meðvitund og tilfinningum dýra hafi fleygt fram á undanförnum árum. Í ljós hafi komið að dýr séu gædd ýmsum eiginleikum sem talið var að menn byggju einir yfir, þar á meðal notkun á verkfærum og tungumáli, tímaskyn, blekkingum, samúð og náungakærleik. Menn og dýr séu þannig merkilega lík. Broom segir að skynug dýr séu „einstaklingar sem upplifa sársauka og þjáningar og alls konar aðra hluti og það ætti að taka tillit til þess.“ Hann sé ekki mótfallinn því að menn borði dýr eða nýti þau en að hugsa ætti um dýrin sem einstaklinga.
Bretland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira