Erlent

Þúsundir „bólusettar“ með saltvatnslausn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar í Kolkata hafa efnt til mótmæla þar sem þeir treysta því ekki að bóluefnin sem þeir eru að fá virki.
Íbúar í Kolkata hafa efnt til mótmæla þar sem þeir treysta því ekki að bóluefnin sem þeir eru að fá virki. epa/Dedi Sinuhaji

Þúsundir Indverja féllu fyrir umfangsmikilli svikamyllu þar sem einstaklingum var seld bólusetning við Covid-19 en raunverulega sprautað með saltlausn. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn eru meðal þeirra sem hafa verið handteknir.

Samkvæmt yfirvöldum stóðu svikararnir fyrir að minnsta kosti tólf bólusetningarviðburðum í nágrenni Mumbai. Þau telja að um 2.500 manns hafi verið „bólusettir“ með saltvatnslausninni og tekjurnar af svindlinu numið jafnvirði 3,5 milljónum króna.

Læknarnir sem hafa verið handteknir eru grunaðir um að hafa notað aðstöðu sína sem starfsmenn sjúkrahúss til að komast yfir lyfjaglös og sprautur og til að falsa vottorð.

Fjórtán eru þegar í varðhaldi en lögregla gerir ráð fyrir að þeim muni fjölga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×