Rio Ferdinand: Hann lítur út eins og fjall í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 08:00 Harry Maguire fagnar markinu sínu á móti Úkraínu í átta liða úrslitum EM um helgina. AP/Alessandra Tarantino Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hrósaði miðverði Manchester United og enska landsliðsins mikið eftir að Englendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins um helgina. Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Sjá meira
Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Sjá meira