Emil og félagar unnu toppliðið - Tap hjá Adam Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 18:05 Emil Pálsson spilaði síðustu 20 mínúturnar í sigri Sarpsborgar. mynd/sarpsborg08.no Emil Pálsson og liðsfélagar hans í Sarpsborg unnu frækinn 1-0 sigur á Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í Skandinavíu. Molde hafði unnið fimm leiki í röð í deildinni fyrir leik sinn við Sarpsborg í dag og voru með tveggja stiga forskot á ríkjandi meistara Bödo/Glimt auk þess að eiga tvo leiki inni. Sarpsborg hafði aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð. Emil Pálsson byrjaði á varamannabekk Sarpsborgar en kom inn á sem varamaður í stöðunni 0-0 á 68. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar skoraði Steffen Skålevik það sem reyndist eina mark leiksins. Sarpsborg fer upp í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig, líkt og Sandefjord, lið Viðars Ara Jónssonar en hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri á Stabæk fyrr í dag. Adam Örn Arnarson byrjaði í hægri bakverði Tromsö sem þurfti að þola 3-0 tap fyrir Haugesund. Adam var skipt af velli í stöðunni 2-0 á 72. mínútu. Tromsö er með níu stig í 13. sæti, tveimur stigum frá umspilssæti um fall og þremur frá fallsæti. Hólmar Örn Eyjólfsson sat allan tímann á varamannabekk Rosenborg sem gerði 2-2 jafntefli við Odd Grenland þar sem andstæðingarnir jöfnuðu undir lok leiks. Rosenborg er með 16 stig í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum frá Evrópusæti. Í Svíþjóð spilaði Jón Guðni Fjóluson allan leikinn fyrir Hammarby sem gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Halmstad þar sem þeir síðarnefndu jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. Hammarby er með 12 stig í áttunda sæti deildarinnar. Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Sjá meira
Molde hafði unnið fimm leiki í röð í deildinni fyrir leik sinn við Sarpsborg í dag og voru með tveggja stiga forskot á ríkjandi meistara Bödo/Glimt auk þess að eiga tvo leiki inni. Sarpsborg hafði aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð. Emil Pálsson byrjaði á varamannabekk Sarpsborgar en kom inn á sem varamaður í stöðunni 0-0 á 68. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar skoraði Steffen Skålevik það sem reyndist eina mark leiksins. Sarpsborg fer upp í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig, líkt og Sandefjord, lið Viðars Ara Jónssonar en hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri á Stabæk fyrr í dag. Adam Örn Arnarson byrjaði í hægri bakverði Tromsö sem þurfti að þola 3-0 tap fyrir Haugesund. Adam var skipt af velli í stöðunni 2-0 á 72. mínútu. Tromsö er með níu stig í 13. sæti, tveimur stigum frá umspilssæti um fall og þremur frá fallsæti. Hólmar Örn Eyjólfsson sat allan tímann á varamannabekk Rosenborg sem gerði 2-2 jafntefli við Odd Grenland þar sem andstæðingarnir jöfnuðu undir lok leiks. Rosenborg er með 16 stig í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum frá Evrópusæti. Í Svíþjóð spilaði Jón Guðni Fjóluson allan leikinn fyrir Hammarby sem gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Halmstad þar sem þeir síðarnefndu jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. Hammarby er með 12 stig í áttunda sæti deildarinnar.
Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Sjá meira