Róðramennirnir voru að mati viðstaddra sem Vísir ræddi við vel búnir. Þeir réðu vel við verkefnið, sem fólst í að nálgast strauminn eins og hægt var. Þá stilltu þeir sér upp fyrir myndatöku á fossbrúninni.

Nokkur fjöldi fólks var viðstaddur og tjáðu áhorfendur ánægju sína með afrekið með lófataki þegar kapparnir komust upp á fossbrúnina. Að sögn viðstaddra var Skjálfandafljót óvenju straumhart í dag.
