Viðar leikur sem hægri vængmaður hjá norska liðinu og hann skoraði fyrsta markið strax á níundu mínútu.
Sandefjord leiddi 1-0 í hálfleik en Viðar lagði svo upp annað markið á 59. mínútu og þar við sat.
Viðar spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord sem er í tíunda sæti deildarinnar en Stabæk er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Håcken sem vann 2-1 sigur á AIK.
Håcken er eftir sigurinn í ellefta sæti deildarinnar en AIK er í fimmta sætinu.
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í vörn Djurgården sem gerði 2-2 jafntefli við Linköpings. Djurgården er í áttunda sætinu með ellefu stig.