Hjulmand hafði klæðst svartri skyrtu í fyrstu leikjum Dana en var kominn í hvítan bol ó hitanum í Bakú í gær. Það hélt þó bara í einn hálfleik.
Danir spiluðu í hvítum búningum sínum í gær og Hjulmand segir að hvítur bolur hans á hliðarlínunni hefði truflað leikmennina.
„Þegar ég kom inn í hálfleik þá sögðu leikmennirnir að þeir héldu stundum að ég væri leikmaður,“ sagði Hjulmand.
„Ég hugsaði alls ekki út í það að ég stóð í hvítu og við spiluðum í hvítu. Það voru einhverjir sem héldu að ég væri Mæhle. Svo ég fór í peysuna til að þeir sæu muninn.“
Danir spila undanúrslitaleik við England á Wembley á miðvikudaginn klukkan 19.00.
Hjulmand måtte skifte: Troede jeg var Mæhle https://t.co/s4wG3rNN68
— bold.dk (@bolddk) July 4, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.