Hrífst ekki með á Englands-lestina: „Í fyrsta gír“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2021 22:30 England komst í kvöld í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í fyrsta skipti frá árinu 1996 eftir 4-0 stórsigur á Úkraínu. Margur hefur heillast af enska liðinu en Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, er ekki eins hrifinn. England var með tögl og hagldir frá upphafi til enda í leik kvöldsins og gerðu út um leikinn með þremur mörkum snemma í síðari hálfleik eftir að hafa leitt 1-0 í hléi. Ólafur segir skort á hraða í enska liðinu sem gæti kostað þá á næstu stigum mótsins. „Maður veltir fyrir sér hvernig leikmyndin hefði orðið hefðu þeir ekki skorað þetta mark snemma, miðað við tempóið sem þeir voru í í fyrri hálfleik. Kannski var tempóið svoleiðis af því að þeir voru komnir með þetta mark. Hvað kemur fyrst eggið eða hænan?“ „Í fyrri hálfleik var ekkert tempó hjá þeim og ég kom hérna með böggum hildar yfir þessu. En þeir fóru úr hlutlausum í fyrsta gír, eða kannski úr fyrsta í annan gír í seinni hálfleik, og skora aftur þar mark snemma, þá er þetta aftur orðið þægilegt.“ „Ég er ekki sammála því að enska liðið líti vel út. Þeir fá frábær úrslit, en þegar ég kíki á þau fjögur lið sem eru eftir; Danmörk, Spán, Ítalíu, það er tempó í öllum þessum liðum, það er ekki í enska liðinu,“ „Ég sakna þess í enska liðinu, Southgate og þeim er frjálst að velja sinn leikstíl en við erum að tala um England, við erum að tala um lið sem ætlar að vera stórveldi og vinna. Mér finnst þetta vera svolítið eins og Portúgal 2016 og Frakkland 2018; byrjum á að passa að tapa ekki og sjáum svo hvað gerist.“ England mætir Danmörku í undanúrslitum á Wembley á miðvikudagskvöldið klukkan 19:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Ræðu Ólafs um enska liðið má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Óli um enska liðið EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
England var með tögl og hagldir frá upphafi til enda í leik kvöldsins og gerðu út um leikinn með þremur mörkum snemma í síðari hálfleik eftir að hafa leitt 1-0 í hléi. Ólafur segir skort á hraða í enska liðinu sem gæti kostað þá á næstu stigum mótsins. „Maður veltir fyrir sér hvernig leikmyndin hefði orðið hefðu þeir ekki skorað þetta mark snemma, miðað við tempóið sem þeir voru í í fyrri hálfleik. Kannski var tempóið svoleiðis af því að þeir voru komnir með þetta mark. Hvað kemur fyrst eggið eða hænan?“ „Í fyrri hálfleik var ekkert tempó hjá þeim og ég kom hérna með böggum hildar yfir þessu. En þeir fóru úr hlutlausum í fyrsta gír, eða kannski úr fyrsta í annan gír í seinni hálfleik, og skora aftur þar mark snemma, þá er þetta aftur orðið þægilegt.“ „Ég er ekki sammála því að enska liðið líti vel út. Þeir fá frábær úrslit, en þegar ég kíki á þau fjögur lið sem eru eftir; Danmörk, Spán, Ítalíu, það er tempó í öllum þessum liðum, það er ekki í enska liðinu,“ „Ég sakna þess í enska liðinu, Southgate og þeim er frjálst að velja sinn leikstíl en við erum að tala um England, við erum að tala um lið sem ætlar að vera stórveldi og vinna. Mér finnst þetta vera svolítið eins og Portúgal 2016 og Frakkland 2018; byrjum á að passa að tapa ekki og sjáum svo hvað gerist.“ England mætir Danmörku í undanúrslitum á Wembley á miðvikudagskvöldið klukkan 19:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Ræðu Ólafs um enska liðið má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Óli um enska liðið EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira