Aðeins níu sjálfsmörk höfðu verið skoruð fyrir yfirstandandi mót. Tékkóslóvakinn Anton Ondrus skoraði það fyrsta árið 1976. Næsta kom ekki fyrr en 20 árum síðar, sem Búlgarinn Lyuboslav Penev skoraði í tapi Búlgara fyrir Frökkum á Englandi 1996.
Síðan bættust sjö sjálfsmörk við á næstu 20 árum, þar á meðal sjálfsmark Birkis Más Sævarssonar í 1-1 jafntefli Íslands og Ungverja á EM 2016 í Frakklandi.
Mörkin voru því alls níu fyrir mótið í ár og hefur sú tala nú rúmlega tvöfaldast. Í tveimur leikjum hefur það komið fyrir að tveir leikmenn skori sjálfsmark, Rúben Dias og Raphael Guerrero í 2-4 tapi Portúgal fyrir Þýskalandi, og Martin Dubravka og Juraj Kucka í 0-5 tapi Slóvakíu fyrir Spáni.
Lista yfir sjálfsmörkin á EM í ár má sjá að neðan.
1 | Merih Demiral | Tyrkland 0-3 Ítalía | Riðlakeppni |
2 | Wojciech Szczesny | Pólland 1-2 Slóvakía | Riðlakeppni |
3 | Mats Hummels | Þýskaland 0-1 Frakkland | Riðlakeppni |
4 | Rúben Dias | Portúgal 2-4 Þýskaland | Riðlakeppni |
5 | Raphael Guerrero | Portúgal 2-4 Þýskaland | Riðlakeppni |
6 | Lukas Hradecky | Finnland 0-2 Belgía | Riðlakeppni |
7 | Martin Dubravka | Slóvakía 0-5 Spánn | Riðlakeppni |
8 | Juraj Kucka | Slóvakía 0-5 Spánn | Riðlakeppni |
9 | Pedri | Spánn 5-3 Króatía | 16-liða úrslit |
10 | Denis Zakaria | Sviss 1-1 Spánn (1-3 vító) | 8-liða úrslit |
|
|

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.