Vonarstjarna Spánverja „eins og hann sé fertugur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2021 19:30 Pedri hefur farið mikinn á EM í sumar. Vísir/UEFA via Getty Images Pedri, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, mun verða einn af bestu leikmönnum í sögu Spánar ef marka má liðsfélaga hans í spænska landsliðinu, Alvaro Morata. Pedri er aðeins 18 ára gamall og hefur fylgt fyrsta tímabili sínu með Barcelona vel eftir á yfirstandandi Evrópumóti með þeim spænsku. Pedri hefur byrjað hvern einasta leik á mótinu á meðan menn eins og Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool, og Rodri, leikmaður Manchester City, verma tréverkið. Morata hefur sömuleiðis verið í burðarhlutverki hjá spænska liðinu á EM en hann ausir lofi yfir leikmanninn unga. „Pedri heillaði mig mjög. Hann spilar og er eins og hann sé 40 ára gamall. Það eru leikmenn sem þurfa langan tíma til að ná tökum á tilfinningum sínum, takast á við pressu, og styrkja sig andlega, en svo eru aðrir sem hafa það í eðli sínu.“ „Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að kaupa, en getur bætt með tímanum - persónuleika og viðhorfið sem maður hefur, og það eru fáir sem hafa það til staðar. Vonandi verður hann heppinn með meiðsli vegna þess að hann verður án efa einn besti leikmaðurinn í sögu Spánar.“ sagði Morata. Pedri og Morata verða ásamt liðsfélögum sínum í eldlínunni þegar 8-liða úrslit EM fara af stað með leik Spánar og Sviss í St. Pétursborg á morgun. Spánn vann magnaðan 5-3 sigur á Króatíu eftir framlengdan leik í 16-liða úrslitunum en Svisslendingar unnu ekki síður dramatískan sigur á heimsmeisturum Frakka eftir vítaspyrnukeppni. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 16:00 á morgun en EM í dag hefur upphitun klukkan 15:20 á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Pedri er aðeins 18 ára gamall og hefur fylgt fyrsta tímabili sínu með Barcelona vel eftir á yfirstandandi Evrópumóti með þeim spænsku. Pedri hefur byrjað hvern einasta leik á mótinu á meðan menn eins og Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool, og Rodri, leikmaður Manchester City, verma tréverkið. Morata hefur sömuleiðis verið í burðarhlutverki hjá spænska liðinu á EM en hann ausir lofi yfir leikmanninn unga. „Pedri heillaði mig mjög. Hann spilar og er eins og hann sé 40 ára gamall. Það eru leikmenn sem þurfa langan tíma til að ná tökum á tilfinningum sínum, takast á við pressu, og styrkja sig andlega, en svo eru aðrir sem hafa það í eðli sínu.“ „Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að kaupa, en getur bætt með tímanum - persónuleika og viðhorfið sem maður hefur, og það eru fáir sem hafa það til staðar. Vonandi verður hann heppinn með meiðsli vegna þess að hann verður án efa einn besti leikmaðurinn í sögu Spánar.“ sagði Morata. Pedri og Morata verða ásamt liðsfélögum sínum í eldlínunni þegar 8-liða úrslit EM fara af stað með leik Spánar og Sviss í St. Pétursborg á morgun. Spánn vann magnaðan 5-3 sigur á Króatíu eftir framlengdan leik í 16-liða úrslitunum en Svisslendingar unnu ekki síður dramatískan sigur á heimsmeisturum Frakka eftir vítaspyrnukeppni. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 16:00 á morgun en EM í dag hefur upphitun klukkan 15:20 á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira