Þegar að verkefnalistinn verður okkur ofviða Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. júlí 2021 07:00 Stress gerir okkur ekkert gagn og því um að gera að leita leiða til að ráða við verkefnalistann okkar ef hann er farinn að verða okkur ofviða og valda okkur streitu. Vísir/Getty Úff. Þetta er bara of mikið. Of margir boltar á lofti. Hausinn á milljón. Svefninn jafnvel að truflast. Stress. Við erum engan veginn að ná að gera allt sem þarf að gera. Líður jafnvel eins og að við séum að tapa yfirsýn. Og hvað er þá til ráða? Jú, ef okkur líður eins og verkefnalistinn sé orðinn okkur ofviða er einmitt tími til að staldra við. Því það getur orðið að vítahring að vinda ekki ofan af þessari líðan strax. Að vinna sig í gegnum álag eða of mörg verkefni, gengur mun betur hjá okkur þegar að við erum vel upplögð. Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað okkur á svona dögum. 1. Langi verkefnalistinn Það eitt og sér að horfa á mjög langan verkefnalista getur verið stressandi. Við vitum varla á hverju við eigum að byrja og líður eins og okkur muni aldrei takast að klára allt sem á listanum er. Það sem er gott að gera þegar að listinn er mjög langur, er að vera ekki of mikið að horfa á hann í heild sinni eða velta sér upp úr því hversu langur hann er. Setja frekar allan fókus á það sem við erum að gera og klára verkefni. Eitt af öðru og koll af kolli. Áður en við vitum af erum við langt gengin á listann. 2. Þegar að langi verkefnalistinn heldur áfram að lengjast Ef staðan er þannig að verkefnalistinn þinn heldur alltaf áfram að lengjast er tilefni til að staldra aðeins við. Hér er gott að byrja á smá sjálfskoðun. Getur til dæmis verið að það séu einhver verkefni sem við erum sjálf að taka okkur of langan tíma í? Er hægt að leysa þau á skemmri tíma en þó án þess að gæði skerðist? Eða er eitthvað í verklaginu hjá okkur sjálfum sem mætti einfalda? Oft skilar sjálfskoðun sem þessi ýmsum úrbótum sem fyrst og fremst létta á álaginu á okkur sjálfum. Ef niðurstaðan er sú að það er ekkert sem þú sjálf/ur getur gert til að flýta fyrir einstaka verkefnum, er mælt með því að ræða málin við yfirmann. 3. Forgangsröðun verkefna Við höfum áður farið yfir það hvernig góður verkefnalisti þarf að vera. Til dæmis er lykilatriði að forgangsraða verkefnum vel. Merkja sérstaklega við þau verkefni sem þú þarft að leysa innan ákveðins tíma. Tímasetja verkefni. Bæði hvenær þú ætlar að leysa þau og hversu langan tíma þú gefur þér í verkefnið. Tryggja þér næði til að leysa úr verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar. Huga að tímastjórnun. Til dæmis er gott að vera ekki að svara tölvupóstum og öðru á sama tíma og þú ert að einbeita þér að því að klára verkefni. Að „multi-taska“ er ekki málið. 4. Bætir þú endalaust nýjum verkefnum við? Margir falla í þá gryfju að bæta á sig nýjum og nýjum verkefnum í vinnunni, án þess að úthluta öðrum eldri verkefnum frá sér um leið. Ef þér finnst staðan þannig að þú ert mjög oft að dragast aftur úr því verkefnalistinn þinn er svona langur, er ágætt að velta því fyrir sér hvort á listanum séu verkefni sem aðrir ættu frekar að sinna en þú? Til dæmis verkefni sem mætti úthluta í staðinn fyrir nýju verkefnin sem þú tókst að þér? Ef við sjáum líka fram á að geta ekki klárað verkefni innan tilskilins tíma, er í góðu lagi að leita til samstarfsfélaga og athuga hvort það sé einhver til í að taka einhver verkefni fyrir þig. 5. Vinnuálagið endurmetið Ef þú telur allt ofangreint þegar þrautreynt, er tilefni til að ræða við yfirmanninn um vinnuálagið almennt. Því það er engum greiði gerður með því að vera alltaf undir pressu eða vinna í viðvarandi álagi. Mögulega eru verkefnin á þinni könnu fleiri og/eða viðameiri og flóknari heldur en yfirmaðurinn þinn gerir sér grein fyrir. Ef þú telur svo vera, er ágætt að skoða verkefnalistann og undirbúa vel með hvaða hætti þú ætlar að ræða málin við yfirmanninn. Góðu ráðin Tengdar fréttir Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu „Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða. 2. júní 2021 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Við erum engan veginn að ná að gera allt sem þarf að gera. Líður jafnvel eins og að við séum að tapa yfirsýn. Og hvað er þá til ráða? Jú, ef okkur líður eins og verkefnalistinn sé orðinn okkur ofviða er einmitt tími til að staldra við. Því það getur orðið að vítahring að vinda ekki ofan af þessari líðan strax. Að vinna sig í gegnum álag eða of mörg verkefni, gengur mun betur hjá okkur þegar að við erum vel upplögð. Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað okkur á svona dögum. 1. Langi verkefnalistinn Það eitt og sér að horfa á mjög langan verkefnalista getur verið stressandi. Við vitum varla á hverju við eigum að byrja og líður eins og okkur muni aldrei takast að klára allt sem á listanum er. Það sem er gott að gera þegar að listinn er mjög langur, er að vera ekki of mikið að horfa á hann í heild sinni eða velta sér upp úr því hversu langur hann er. Setja frekar allan fókus á það sem við erum að gera og klára verkefni. Eitt af öðru og koll af kolli. Áður en við vitum af erum við langt gengin á listann. 2. Þegar að langi verkefnalistinn heldur áfram að lengjast Ef staðan er þannig að verkefnalistinn þinn heldur alltaf áfram að lengjast er tilefni til að staldra aðeins við. Hér er gott að byrja á smá sjálfskoðun. Getur til dæmis verið að það séu einhver verkefni sem við erum sjálf að taka okkur of langan tíma í? Er hægt að leysa þau á skemmri tíma en þó án þess að gæði skerðist? Eða er eitthvað í verklaginu hjá okkur sjálfum sem mætti einfalda? Oft skilar sjálfskoðun sem þessi ýmsum úrbótum sem fyrst og fremst létta á álaginu á okkur sjálfum. Ef niðurstaðan er sú að það er ekkert sem þú sjálf/ur getur gert til að flýta fyrir einstaka verkefnum, er mælt með því að ræða málin við yfirmann. 3. Forgangsröðun verkefna Við höfum áður farið yfir það hvernig góður verkefnalisti þarf að vera. Til dæmis er lykilatriði að forgangsraða verkefnum vel. Merkja sérstaklega við þau verkefni sem þú þarft að leysa innan ákveðins tíma. Tímasetja verkefni. Bæði hvenær þú ætlar að leysa þau og hversu langan tíma þú gefur þér í verkefnið. Tryggja þér næði til að leysa úr verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar. Huga að tímastjórnun. Til dæmis er gott að vera ekki að svara tölvupóstum og öðru á sama tíma og þú ert að einbeita þér að því að klára verkefni. Að „multi-taska“ er ekki málið. 4. Bætir þú endalaust nýjum verkefnum við? Margir falla í þá gryfju að bæta á sig nýjum og nýjum verkefnum í vinnunni, án þess að úthluta öðrum eldri verkefnum frá sér um leið. Ef þér finnst staðan þannig að þú ert mjög oft að dragast aftur úr því verkefnalistinn þinn er svona langur, er ágætt að velta því fyrir sér hvort á listanum séu verkefni sem aðrir ættu frekar að sinna en þú? Til dæmis verkefni sem mætti úthluta í staðinn fyrir nýju verkefnin sem þú tókst að þér? Ef við sjáum líka fram á að geta ekki klárað verkefni innan tilskilins tíma, er í góðu lagi að leita til samstarfsfélaga og athuga hvort það sé einhver til í að taka einhver verkefni fyrir þig. 5. Vinnuálagið endurmetið Ef þú telur allt ofangreint þegar þrautreynt, er tilefni til að ræða við yfirmanninn um vinnuálagið almennt. Því það er engum greiði gerður með því að vera alltaf undir pressu eða vinna í viðvarandi álagi. Mögulega eru verkefnin á þinni könnu fleiri og/eða viðameiri og flóknari heldur en yfirmaðurinn þinn gerir sér grein fyrir. Ef þú telur svo vera, er ágætt að skoða verkefnalistann og undirbúa vel með hvaða hætti þú ætlar að ræða málin við yfirmanninn.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu „Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða. 2. júní 2021 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01
Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01
Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu „Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða. 2. júní 2021 07:01
Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00