Guðni fullbólusettur og hvetur fólk til að styðja bólusetningarherferð Unicef Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 18:10 Guðni fékk seinni bóluefnasprautuna klæddur bol íslenska Ólympíuliðsins á Ólympíuleikunum í Rio De Janeiro árið 2016. Facebook/Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk í dag síðari sprautu bóluefnis AstraZeneca í dag. Þessu greinir hann frá á Facebook og skrifar að hann sé nú í hópi ríflega 65 prósenta Íslendinga sem eru orðnir fullbólusettir. „Létt var yfir fólki í Laugardalshöllinni og fagleg framganga starfsfólks vakti aðdáun og traust. Við megum gleðjast yfir þeim góða árangri sem fengist hefur með samstilltu átaki hér heima en munum um leið að til að stöðva útbreiðslu Covid-19 þarf að útrýma veirunni um allan heim,“ skrifar Guðni. Nú eru tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að forsetinn fékk fyrsta bólusetningarskammtinn en athygli vakti í fyrra skiptið að Guðni var þá klæddur í HÚ! stuttermabol eftir Hugleik Dagsson. Stuttermabolur forsetans í þetta skiptið var ekki eins mikið skreyttur en hann var þó klæddur í stuttermabol frá Ólympíuleikunum í Ríó De Janeiro árið 2016, sem merktur er með íslenska fánanum. Þá hvatti Guðni almenning til að styrkja við verkefni Unicef, til að styðja við dreifingu bóluefna til fólks í efnaminni ríkjum. „Ég hvet þau sem eru aflögufær að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og styðja þar með dreifingu á bóluefnum til fólks í efnaminni ríkjum. Förum áfram varlega, sinnum eigin sóttvörnum og sýnum hvert öðru tillitssemi,“ skrifaði forsetinn. Bólusetningar Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Létt var yfir fólki í Laugardalshöllinni og fagleg framganga starfsfólks vakti aðdáun og traust. Við megum gleðjast yfir þeim góða árangri sem fengist hefur með samstilltu átaki hér heima en munum um leið að til að stöðva útbreiðslu Covid-19 þarf að útrýma veirunni um allan heim,“ skrifar Guðni. Nú eru tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að forsetinn fékk fyrsta bólusetningarskammtinn en athygli vakti í fyrra skiptið að Guðni var þá klæddur í HÚ! stuttermabol eftir Hugleik Dagsson. Stuttermabolur forsetans í þetta skiptið var ekki eins mikið skreyttur en hann var þó klæddur í stuttermabol frá Ólympíuleikunum í Ríó De Janeiro árið 2016, sem merktur er með íslenska fánanum. Þá hvatti Guðni almenning til að styrkja við verkefni Unicef, til að styðja við dreifingu bóluefna til fólks í efnaminni ríkjum. „Ég hvet þau sem eru aflögufær að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og styðja þar með dreifingu á bóluefnum til fólks í efnaminni ríkjum. Förum áfram varlega, sinnum eigin sóttvörnum og sýnum hvert öðru tillitssemi,“ skrifaði forsetinn.
Bólusetningar Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira