Segir rannsóknir benda til að endurbólusetja þurfi Janssen-þega Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 13:49 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Egill Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, segir góðar líkur vera á því að þeir sem hafi fengið bóluefni Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Rannsóknir bendi til að „allar líkur“ séu á að þurfi að endurbólusetja þennan hóp. Þetta sagði Björn Rúnar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar Janssen-bóluefnið þar til umræðu og fréttir af því að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar og önnur bóluefni. Þeir sem fá Janssen hafa talist fullbólusettir eftir eina sprautu. Hann segir þó vera aðeins of snemmt að tala um það hvort þurfi að endurbólusetja Janssen-þega. „Ég er þó sannfærður um það að ef til þess kæmi að þá myndum við sjá algerlega sambærilegar tölur, það er að segja að þegar talað er um að draga úr einkennasmiti, þá myndum við fá tölur upp yfir 90 prósent eins og við erum að sjá fyrir AstraZeneca, Pfizer-bóluefni og Moderna líka.“ Varðandi umræðu um hvort gefa eigi eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni segist hann þó vera á því að réttast væri, ef til þess kæmi, að gefa þeim sem fengu Janssen-sprautu aðra Janssen-sprautu, frekar en að fara að gefa viðkomandi aðra tegund. Ónæmisfræðilegar ástæður séu fyrir því, en stórar klínískar rannsóknir eru í gangi sem skoða einmitt þeirra. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Full ástæða að fylgjast með útbreiðslu Delta-afbrigðisins Björn Rúnar segir þó fulla ástæðu að fylgjast vel með útbreiðslu Delta-afbrigðisins, sem áður gekk undir nafninu indverska afbrigðið. „Það er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi túlkun á þessum niðurstöðum. Það er alveg rétt að það virðist vera að Janssen-bóluefnið, eftir einn skammt, hafi minni virkni gegn Delta-afbrigðinu, en samt sem áður er að veita ansi öfluga vörn gegn spítalainnlögnum og alvarlegustu formi sjúkdómsins. Sú vörn er ennþá mjög góð.“ Hefur tekist gríðarlega vel Björn Rúnar segir að ekki megi gleymast að við erum fyrst og fremst að bólusetja að koma í veg fyrir að fólk sé að látast. „Það er meginmarkmiðið og hefur tekist alveg gríðarlega vel. Í öðru lagi er það að draga úr einkennum þeirra sem smitast. Það hefur líka heppnast mjög vel. Í þriðja lagi eru við að bólusetja til að reyna að hefta útbreiðslu sýkingarinnar. Það er að takast, en við megum heldur ekki gleyma því að þessi faraldur er enn á bullandi ferð. Við erum á svipuðu reiki núna á heimsvísu og við vorum fyrir um ári síðan, í tölum. Frá 14. til 20. júní voru tvær og hálf milljón nýrra tilfella af smitum og yfir 64 þúsund dauðsföll á heimsvísu. Við erum að ná tökum á þessu hérna í Evrópu og í Norður-Ameríku. Suður-Ameríka er enn á bullandi „swingi“.“ Góð vörn Varðandi virknina hjá Janssen-bóluefninu segir Björn Rúnar það vera mjög sambærilegt á milli bóluefna þegar verið er að horfa á einn skammt. „Þar eru þau samt sem áður, sem er mjög jákvætt, að þá erum við að fá góða dekkun gegn þessu Delta-afbrigði sem er að sækja í sig veðrið. Það er núna hægt og rólega að auka hlutdeild sína. Til dæmis í Bandaríkjunum er það komið í yfir tíu prósent í nýjum tilfellum. Svo er þetta mismunandi milli landa. Í Skotlandi er það yfir helmingur af nýjum tilfellum.“ Þriðja sprautan hjá fólkimeð undirliggjandi sjúkdóma? Björn Rúnar segir að það sem er sérstakt við Delta-afbrigðið er að það gefi öðruvísi sjúkdómseinkenni. „Það byrjar eiginlega sem hefðbundið kvef, hálsbólga, hiti og svo heldur það áfram og þróast og verið alvarlegri sjúkdómur heldur en fyrri afbrigði. Það er því full ástæða til að hafa varann á sér.“ Hann segir ennfremur að fólk með undirliggjandi sjúkdóma muni mögulega þurfa á þriðju sprautuna að halda. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka betur og það sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Boða til neyðarfundar til að ræða útbreiðslu Delta-afbrigðisins Yfirvöld í Ástralíu hittast á neyðarfundi í dag til að ræða aukna útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu en undanfarið hefur Delta-afbrigðið svokallaða verið að sækja verulega í sig veðrið. 28. júní 2021 08:07 Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. 23. júní 2021 15:12 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Þetta sagði Björn Rúnar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar Janssen-bóluefnið þar til umræðu og fréttir af því að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar og önnur bóluefni. Þeir sem fá Janssen hafa talist fullbólusettir eftir eina sprautu. Hann segir þó vera aðeins of snemmt að tala um það hvort þurfi að endurbólusetja Janssen-þega. „Ég er þó sannfærður um það að ef til þess kæmi að þá myndum við sjá algerlega sambærilegar tölur, það er að segja að þegar talað er um að draga úr einkennasmiti, þá myndum við fá tölur upp yfir 90 prósent eins og við erum að sjá fyrir AstraZeneca, Pfizer-bóluefni og Moderna líka.“ Varðandi umræðu um hvort gefa eigi eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni segist hann þó vera á því að réttast væri, ef til þess kæmi, að gefa þeim sem fengu Janssen-sprautu aðra Janssen-sprautu, frekar en að fara að gefa viðkomandi aðra tegund. Ónæmisfræðilegar ástæður séu fyrir því, en stórar klínískar rannsóknir eru í gangi sem skoða einmitt þeirra. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Full ástæða að fylgjast með útbreiðslu Delta-afbrigðisins Björn Rúnar segir þó fulla ástæðu að fylgjast vel með útbreiðslu Delta-afbrigðisins, sem áður gekk undir nafninu indverska afbrigðið. „Það er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi túlkun á þessum niðurstöðum. Það er alveg rétt að það virðist vera að Janssen-bóluefnið, eftir einn skammt, hafi minni virkni gegn Delta-afbrigðinu, en samt sem áður er að veita ansi öfluga vörn gegn spítalainnlögnum og alvarlegustu formi sjúkdómsins. Sú vörn er ennþá mjög góð.“ Hefur tekist gríðarlega vel Björn Rúnar segir að ekki megi gleymast að við erum fyrst og fremst að bólusetja að koma í veg fyrir að fólk sé að látast. „Það er meginmarkmiðið og hefur tekist alveg gríðarlega vel. Í öðru lagi er það að draga úr einkennum þeirra sem smitast. Það hefur líka heppnast mjög vel. Í þriðja lagi eru við að bólusetja til að reyna að hefta útbreiðslu sýkingarinnar. Það er að takast, en við megum heldur ekki gleyma því að þessi faraldur er enn á bullandi ferð. Við erum á svipuðu reiki núna á heimsvísu og við vorum fyrir um ári síðan, í tölum. Frá 14. til 20. júní voru tvær og hálf milljón nýrra tilfella af smitum og yfir 64 þúsund dauðsföll á heimsvísu. Við erum að ná tökum á þessu hérna í Evrópu og í Norður-Ameríku. Suður-Ameríka er enn á bullandi „swingi“.“ Góð vörn Varðandi virknina hjá Janssen-bóluefninu segir Björn Rúnar það vera mjög sambærilegt á milli bóluefna þegar verið er að horfa á einn skammt. „Þar eru þau samt sem áður, sem er mjög jákvætt, að þá erum við að fá góða dekkun gegn þessu Delta-afbrigði sem er að sækja í sig veðrið. Það er núna hægt og rólega að auka hlutdeild sína. Til dæmis í Bandaríkjunum er það komið í yfir tíu prósent í nýjum tilfellum. Svo er þetta mismunandi milli landa. Í Skotlandi er það yfir helmingur af nýjum tilfellum.“ Þriðja sprautan hjá fólkimeð undirliggjandi sjúkdóma? Björn Rúnar segir að það sem er sérstakt við Delta-afbrigðið er að það gefi öðruvísi sjúkdómseinkenni. „Það byrjar eiginlega sem hefðbundið kvef, hálsbólga, hiti og svo heldur það áfram og þróast og verið alvarlegri sjúkdómur heldur en fyrri afbrigði. Það er því full ástæða til að hafa varann á sér.“ Hann segir ennfremur að fólk með undirliggjandi sjúkdóma muni mögulega þurfa á þriðju sprautuna að halda. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka betur og það sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Boða til neyðarfundar til að ræða útbreiðslu Delta-afbrigðisins Yfirvöld í Ástralíu hittast á neyðarfundi í dag til að ræða aukna útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu en undanfarið hefur Delta-afbrigðið svokallaða verið að sækja verulega í sig veðrið. 28. júní 2021 08:07 Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. 23. júní 2021 15:12 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Boða til neyðarfundar til að ræða útbreiðslu Delta-afbrigðisins Yfirvöld í Ástralíu hittast á neyðarfundi í dag til að ræða aukna útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu en undanfarið hefur Delta-afbrigðið svokallaða verið að sækja verulega í sig veðrið. 28. júní 2021 08:07
Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. 23. júní 2021 15:12