Úkraína hafði betur gegn Svíþjóð í framlengdum leik á Hampden Park í Skotlandi en fyrr í dag höfðu Englendingar tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum.
Átta liða úrslitin hefjast á föstudaginn með tveimur leikjum þar sem Belgía og Ítalía mætast sem og Sviss og Spánn.
#SUI vs #ESP #BEL vs #ITA #CZE vs #DEN #ENG vs #UKR
— Squawka News (@SquawkaNews) June 29, 2021
The quarter-finals of #EURO2020 is set. pic.twitter.com/BOYvcVTszq
Á laugardag eru það svo leikir Englands og Úkraínu sem og leikur Dana og Tékka.
Allir leikirnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM og þeim gerð góð skil, fyrir og eftir leik.
Átta liða úrslitin:
Sviss - Spánn (föstudagur 2. júlí klukkan 16.00 í St. Pétursborg)
Belgía - Ítalía (föstudagur 2. júlí klukkan 19.00 í Munchen)
Tékkland - Danmörk (laugardagur 3. júlí klukkan 16.00 í Bakú)
Úkraína - England (laugardagur 3. júlí klukkan 19.00 í Róm)

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.