Segir þá ensku finna lykt af gulli Anton Ingi Leifsson skrifar 29. júní 2021 19:00 Pickford og Rice fagna eftir sigurinn á Wembley í dag. Þeim er væntanlega slétt sama um leikaðferðina, svo lengi sem þeir vinna. Eddie Keogh/Getty Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. Margrét Lára, Atli Viðar Björnsson og Kjartan Atli Kjartansson gerðu upp 2-0 sigur Englands á Þýskalandi í EM í dag. Kjartan Atli nefndi að það væri mikil og góð stemning í enska hópnum og stjórinn Gareth Southgate væri með góð tök á hópnum. „Það er gulls ígildi að leikmennirnir séu tilbúnir að fórna sér fyrir liðið og fyrir liðsfélagana,“ sagði Margrét Lára. Hún hélt áfram: „Þetta er þolinmæðisvinna og það er ekkert skemmtilegt að spila svona fótbolta þar sem maður fer lítið úr stöðum og tekur lítið af sénsum.“ „Þetta er ekki skemmtilegasti fótboltinn en þetta er mjög árangursríkt. Þeir eru búnir að halda hreinu alla keppnina. Það segir sitt. Þetta er að virka og þeir eru farnir að trúa því. Þeir eru farnir að finna lykt af gulli.“ Atli Viðar segir að þjálfarahæfileikar Southgates hafi hjálpað honum í vegferðinni. „Það er í umræðunni að Southgate sé góður maður á mann. Hann sé duglegur að tala við þá og ég held að hann sé með yngsta meðalaldurinn í mótinu. Hann getur mótað leirinn eftir sínu höfði og þeir virðast vera kaupa hugmyndafræðina. Meðan það gengur vel þá eru allir um borð.“ England mætir annað hvort Svíþjóð eða Úkraínu í átta liða úrslitunum en sá leikur hefst klukkan 19.00. Klippa: EM í dag - Umræða um England EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Margrét Lára, Atli Viðar Björnsson og Kjartan Atli Kjartansson gerðu upp 2-0 sigur Englands á Þýskalandi í EM í dag. Kjartan Atli nefndi að það væri mikil og góð stemning í enska hópnum og stjórinn Gareth Southgate væri með góð tök á hópnum. „Það er gulls ígildi að leikmennirnir séu tilbúnir að fórna sér fyrir liðið og fyrir liðsfélagana,“ sagði Margrét Lára. Hún hélt áfram: „Þetta er þolinmæðisvinna og það er ekkert skemmtilegt að spila svona fótbolta þar sem maður fer lítið úr stöðum og tekur lítið af sénsum.“ „Þetta er ekki skemmtilegasti fótboltinn en þetta er mjög árangursríkt. Þeir eru búnir að halda hreinu alla keppnina. Það segir sitt. Þetta er að virka og þeir eru farnir að trúa því. Þeir eru farnir að finna lykt af gulli.“ Atli Viðar segir að þjálfarahæfileikar Southgates hafi hjálpað honum í vegferðinni. „Það er í umræðunni að Southgate sé góður maður á mann. Hann sé duglegur að tala við þá og ég held að hann sé með yngsta meðalaldurinn í mótinu. Hann getur mótað leirinn eftir sínu höfði og þeir virðast vera kaupa hugmyndafræðina. Meðan það gengur vel þá eru allir um borð.“ England mætir annað hvort Svíþjóð eða Úkraínu í átta liða úrslitunum en sá leikur hefst klukkan 19.00. Klippa: EM í dag - Umræða um England EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira