Hundruðum fugla slátrað í Tógó vegna fuglaflensu Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 15:51 Fuglar í Tógó hafa það ekki gott þessi dægrin. Getty/Ruslan Sidorov Fuglaflensan H5N1 kom upp í Djagblé kantónunni steinsnar frá höfuðborginni Tomé í Tógó. Yfirvöld þar í landi hafa fyrirskipað inngripsmiklar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu flensunnar. Landbúnaðar-, umhverfis- og heilbrigðisráðherrar Tógó hafa tilkynnt að bændur á svæðinu þar sem sýkingin kom upp þurfi að slátra, brenna og greftra fugla sína. Óvíst er hversu margir fuglar munu mæta þeim örlögum. Hundruðum fugla hefur þegar verið slátrað á býlinu hvar sýkingin kom upp. Þá verður bændum einnig gert að farga eggjum, tækjum og fóðri. Ráðherrarnir hafa einnig bannað flutning alifuglakjöts innan allrar kantónunnar, rekstur alifuglamarkaða og fæðumarkaða í þrjátíu daga. Þá verður fylgst náið með heilsu þeirra sem komu í návígi við býlið hvar sýkingin kom upp. „Ráðherrarnir kalla eftir samviskusamlegri virðingu fyrir líföryggisaðgerðum á svæðinu til að hefta útbreiðslu flensunnar. Þeir hvetja bændur til að vera árvökulir og að tilkynna næsta dýraspítala um skyndilegan dauða mikils fjölda alifugla,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytunum þremur. Grunur um fuglaflensu kom fyrst upp þann þriðja júní síðastliðinn þegar mikill fjöldi fugla lést skyndilega á alifuglabýli í Djagblé. Sýni voru send til sérhæfðrar rannsóknarstofu á Ítalíu sem staðfesti að um fuglaflensu væri að ræða. Tógó Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Landbúnaðar-, umhverfis- og heilbrigðisráðherrar Tógó hafa tilkynnt að bændur á svæðinu þar sem sýkingin kom upp þurfi að slátra, brenna og greftra fugla sína. Óvíst er hversu margir fuglar munu mæta þeim örlögum. Hundruðum fugla hefur þegar verið slátrað á býlinu hvar sýkingin kom upp. Þá verður bændum einnig gert að farga eggjum, tækjum og fóðri. Ráðherrarnir hafa einnig bannað flutning alifuglakjöts innan allrar kantónunnar, rekstur alifuglamarkaða og fæðumarkaða í þrjátíu daga. Þá verður fylgst náið með heilsu þeirra sem komu í návígi við býlið hvar sýkingin kom upp. „Ráðherrarnir kalla eftir samviskusamlegri virðingu fyrir líföryggisaðgerðum á svæðinu til að hefta útbreiðslu flensunnar. Þeir hvetja bændur til að vera árvökulir og að tilkynna næsta dýraspítala um skyndilegan dauða mikils fjölda alifugla,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytunum þremur. Grunur um fuglaflensu kom fyrst upp þann þriðja júní síðastliðinn þegar mikill fjöldi fugla lést skyndilega á alifuglabýli í Djagblé. Sýni voru send til sérhæfðrar rannsóknarstofu á Ítalíu sem staðfesti að um fuglaflensu væri að ræða.
Tógó Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira