Bjarni Ben hvatti íþróttafélög til að horfa á ný til Balkanskaga Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 14:00 Luka Modric og félagar kvöddu EM í gær eftir hetjulega baráttu gegn Spánverjum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Hin magnaða íþróttaþjóð sem Króatar eru var til umræðu í þættinum EM í dag á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þingmaðurinn Willum Þór Þórsson voru gestir. Bjarni kallaði eftir því að íslensk íþróttafélög horfðu meira til Balkanskaga eftir leikmönnum. Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira