Erlent

FFP3 grímurnar veittu mun meiri vörn en skurðstofugrímurnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
FFP3 grímurnar virðast veita mun meiri vörn gegn kórónuveirunni en hefðbundnar skurðstofugrímur.
FFP3 grímurnar virðast veita mun meiri vörn gegn kórónuveirunni en hefðbundnar skurðstofugrímur. Getty/Robert Michael

Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að því að svokallaðar FFP3 grímur veita umtalsvert meiri vörn en hefðbundar skurðstofugrímur. Samtök heilbrigðisstarfsmanna í landinu hafa löngum kallað eftir því að fá betri verndarbúnað.

Stjórnendur Cambridge University Hospital fylgdu framan af opinberum ráðleggingum þar sem mælst var til þess að starfsmenn bæru skurðstofugrímur til að vernda sig frá kórónuveirunni SARS-CoV-2.

Rannsókn leiddi í ljós að heilbrigðisstarfsmenn sem unni á svokölluðum „rauðum“ deildum voru allt að 47 sinnum líklegri til að smitast af Covid-19 en starfsmenn á „grænum“ deildum eða deildum sem hýstu ekki Covid-sjúklinga.

Þrátt fyrir að grípa til allra ráðstafana sem mælt var með voru starfsmenn engu að síður að smitast. Þegar önnur bylgja faraldursins reið yfir í desember síðastliðnum ákváðu stjórnendur því að úthluta öllum þeim sem unnu á rauðu deildunum FFP3 grímur.

Á aðeins fáum vikum fækkaði þeim snarlega sem smituðust og innan tíðar varð hlutfallið á pari við smit meðal starfsmanna á grænu deildunum. Rannsakendurnir komust því að þeirri niðurstöðu að skurðstofugrímurnar dygðu ekki til að vernda heilbrigðisstarfsmenn.

Helsti munurinn á grímunum tveimur er sú að skurðstofugrímurnar vernda gegn dropasmiti á meðan FFP3 grímurnar vernda gegn úðasmiti. Þá liggja síðarnefndu þéttar að andlitinu.

Sautján heilbrigðisstofnanir í Bretlandi hafa ákveðið að úthluta starfsmönnum FFP3 grímum þrátt fyrir að opinberar ráðleggingar hafi ekki breyst. 

BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×