Erlent

Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár

Snorri Másson skrifar
Langtímavirkni bóluefnanna við Covid-19 lofar mjög góðu.
Langtímavirkni bóluefnanna við Covid-19 lofar mjög góðu. EPA/Christophe Ena

Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur.

Í nýrri grein í vísindatímaritinu Nature er fjallað um að vörnin sem fáist með bóluefnunum sé líkleg til að endast árum saman, ólíkt því sem sumir hafa óttast, að hún endist aðeins í ár eða skemur.

Rannsóknin sýndi einnig að bóluefnin sýndu mjög góða virkni gegn þremur nýjum afbrigðum veirunnar, jafnvel Beta-afbrigðinu, sem hefur verið sagt ógna árangri sumra bóluefna.

Farið var ofan í kjölinn á líffræðilegum áhrifum bóluefnisins og þær athuganir leiddu í ljós að viðmiðunargildi sem eiga á hættu að dala fljótlega eftir ýmsa hefðbundna bólusetningu mældust enn sterk löngu síðar eftir bólusetningu með umræddum bóluefnum.

Rannsóknin náði aðeins til Pfizer og Moderna og samkvæmt einum höfundinum, sem New York Times ræddi við, er ekki ólíklegt að önnur bóluefni muni endast skemur, eins og Janssen-bóluefnið. Það er enda af hefðbundnum toga og styðst ekki við mRNA-tækni eins og Pfizer og Moderna.


Tengdar fréttir

Bóluefnið sem brást

Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots.

Ónæmið gæti varið í mörg ár

Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×