Fékk að vita hjá pabba á leiðinni heim að hún hefði getað hitt ástina í lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 12:01 Kristjana Arnarsdóttir var með myndavélina á lofti á Laugardalsvelli en hefði sjálfsagt ekki þurft að nota súmm-takkann ef hún hefði fylgt pabba sínum í viðtöl sem hann tók eftir landsleik Íslands og Spánar. S2 Sport „Ég var mjög leið. Ég missti af honum,“ sagði íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir þegar hún rifjaði upp glatað tækifæri til að hitta þáverandi ástina í lífi sínu, á Laugardalsvelli á sextán ára afmælinu sínu. Kristjana var gestur í þættinum EM í dag á Stöð 2 EM í gær þar sem hún rifjaði upp kostulega sögu af því þegar hún fór með pabba sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, að sjá Ísland mæta Spáni á Laugardalsvelli árið 2006. Þar var hún með augun á Fernando Torres allan tímann: „Hann var í raun og veru fyrsta ástin í lífi mínu. Ég var svo skotin í honum. Ég hugsaði um hann oft á dag,“ sagði Kristjana létt í bragði en best er að hlusta á hana segja söguna í myndbandinu hér að neðan. Klippa: EM í dag: Kristjana missti af ástinni sinni á Laugardalsvelli „Þeir komu hingað Spánverjarnir, 2006, og spiluðu vináttulandsleik við okkur. Ég var því komin á Laugardalsvöll, á afmælisdaginn minn, 16. ágúst. Ég varð sextán ára þennan dag og fékk að fara með pabba á völlinn. Hann var að vinna í kringum leikinn – fara í viðtöl og svona eftir leik. Ég sit í stúkunni og er með svona digital myndavél, þessa gömlu góðu, og er allan leikinn að súmma á Torres og taka myndir. Það var ekkert annað á vélinni en súmm-myndir af Fernando Torres sem ég hélt auðvitað að væru í æðislegum gæðum, en þegar ég kom heim sá ég að það var engin í fókus. Ég var að vona að kannski kæmust mínar myndir á forsíðu Moggans eða eitthvað, en það var ekki svo,“ sagði Kristjana. Hún komst svo að því í bílnum á leiðinni heim að hún hefði líklega getað komist mun nær Torres, með því að fylgja pabba sínum í viðtölin: „Ég var ein í stúkunni því pabbi var bara að vinna. Svo vorum við á leið heim eftir leik og erum einhvers staðar á Miklubrautinni þegar hann segir allt í einu: „Ahh, ég fattaði ekki að ég hefði náttúrulega getað tekið þig með niður og við hitt strákana.“ Það brotnaði eitthvað inni í mér, á afmælisdaginn,“ sagði Kristjana létt og skaut á pabba sinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Kristjana var gestur í þættinum EM í dag á Stöð 2 EM í gær þar sem hún rifjaði upp kostulega sögu af því þegar hún fór með pabba sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, að sjá Ísland mæta Spáni á Laugardalsvelli árið 2006. Þar var hún með augun á Fernando Torres allan tímann: „Hann var í raun og veru fyrsta ástin í lífi mínu. Ég var svo skotin í honum. Ég hugsaði um hann oft á dag,“ sagði Kristjana létt í bragði en best er að hlusta á hana segja söguna í myndbandinu hér að neðan. Klippa: EM í dag: Kristjana missti af ástinni sinni á Laugardalsvelli „Þeir komu hingað Spánverjarnir, 2006, og spiluðu vináttulandsleik við okkur. Ég var því komin á Laugardalsvöll, á afmælisdaginn minn, 16. ágúst. Ég varð sextán ára þennan dag og fékk að fara með pabba á völlinn. Hann var að vinna í kringum leikinn – fara í viðtöl og svona eftir leik. Ég sit í stúkunni og er með svona digital myndavél, þessa gömlu góðu, og er allan leikinn að súmma á Torres og taka myndir. Það var ekkert annað á vélinni en súmm-myndir af Fernando Torres sem ég hélt auðvitað að væru í æðislegum gæðum, en þegar ég kom heim sá ég að það var engin í fókus. Ég var að vona að kannski kæmust mínar myndir á forsíðu Moggans eða eitthvað, en það var ekki svo,“ sagði Kristjana. Hún komst svo að því í bílnum á leiðinni heim að hún hefði líklega getað komist mun nær Torres, með því að fylgja pabba sínum í viðtölin: „Ég var ein í stúkunni því pabbi var bara að vinna. Svo vorum við á leið heim eftir leik og erum einhvers staðar á Miklubrautinni þegar hann segir allt í einu: „Ahh, ég fattaði ekki að ég hefði náttúrulega getað tekið þig með niður og við hitt strákana.“ Það brotnaði eitthvað inni í mér, á afmælisdaginn,“ sagði Kristjana létt og skaut á pabba sinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira