Gáfaðasti fótboltamaðurinn sem Roy Keane hefur séð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 10:32 Cristiano Ronaldo svekkir sig í leikslok. Evrópumeistararnir duttu út í sextán liða úrslitunum. EPA-EFE/HUGO DELGADO Frábæru Evrópumóti Cristiano Ronaldo er lokið en hvorki hann né félagar hans fundu leið í markið á móti Belgum í gær. Fyrirliðaband Cristiano Ronaldo fékk að finna fyrir því í leikslok eftir að Belgar slógu Portúgal út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar og enduðu þar með magnað mót hjá Ronaldo. Ronaldo var gagnrýndur fyrir að sparka fyrirliðbandinu frá sér þegar hann gekk af velli en starfsmaður portúgalska landsliðsins var fljótur að hirða það upp eftir hann. Ronaldo hafði áður rifið bandið af sér og hent því í grasið út á velli. Ronaldo dropped and kicked the Captain s armband away... pic.twitter.com/FKSQr1b8o1— MC (@CrewsMat19) June 27, 2021 Ronaldo var auðvitað mjög svekktur eftir 1-0 tap en hann náði ekki að skora eins og hann hafði gert fimm sinnum í fyrstu þremur leikjunum. Hann gat kannski huggað sig örlítið við það að einn harðasti gagnrýnandi fótboltans fór lofsamlegum orðum um hann eftir leikinn. Sá um ræðir er Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. „Hann er gáfaðasti fótboltamaður sem ég hef séð á minni ævi. Auðvitað man ég ekki eftir sjötta og sjöunda áratugnum en þessi gæi elskar að skora mörk,“ sagði Roy Keane á ITV sjónvarpsstöðinni. The most important part of Ronaldo s set-up is his brain. He s the most intelligent player I ve ever seen to me he s an absolute genius. The brain he s got - he s the cleverest player . The highest of praise for @Cristiano courtesy of Roy Keane #Euro2020 pic.twitter.com/lCK66xjA4K— ITV Football (@itvfootball) June 27, 2021 Roy Keane var fyrirliði Manchester United liðsins þegar hinn átján ára gamli Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins sumarið 2003. „Fótboltagreindin hans er stórkostleg og hvernig hann spilar leiknum. Hann er ekki mikið í því að byggja upp sóknirnar en hann hefur kænskuna og hrokann sem þú þarft frá frábærum leikmönnum,“ sagði Keane. „Heilinn, gáfur mannsins, hann er algjör snillingur. Núna er hann búinn að gera þetta í mörgum löndum og svo er það hvernig hann hefur hugsað um skrokkinn sinn. Ég get ekki hrósað manninum nógu mikið en hann er afburðamaður og ég elska að horfa á hann spila. Heilinn sem hann hefur, hann er klárasti leikmaður sögunnar,“ sagði Roy Keane. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Fyrirliðaband Cristiano Ronaldo fékk að finna fyrir því í leikslok eftir að Belgar slógu Portúgal út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar og enduðu þar með magnað mót hjá Ronaldo. Ronaldo var gagnrýndur fyrir að sparka fyrirliðbandinu frá sér þegar hann gekk af velli en starfsmaður portúgalska landsliðsins var fljótur að hirða það upp eftir hann. Ronaldo hafði áður rifið bandið af sér og hent því í grasið út á velli. Ronaldo dropped and kicked the Captain s armband away... pic.twitter.com/FKSQr1b8o1— MC (@CrewsMat19) June 27, 2021 Ronaldo var auðvitað mjög svekktur eftir 1-0 tap en hann náði ekki að skora eins og hann hafði gert fimm sinnum í fyrstu þremur leikjunum. Hann gat kannski huggað sig örlítið við það að einn harðasti gagnrýnandi fótboltans fór lofsamlegum orðum um hann eftir leikinn. Sá um ræðir er Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. „Hann er gáfaðasti fótboltamaður sem ég hef séð á minni ævi. Auðvitað man ég ekki eftir sjötta og sjöunda áratugnum en þessi gæi elskar að skora mörk,“ sagði Roy Keane á ITV sjónvarpsstöðinni. The most important part of Ronaldo s set-up is his brain. He s the most intelligent player I ve ever seen to me he s an absolute genius. The brain he s got - he s the cleverest player . The highest of praise for @Cristiano courtesy of Roy Keane #Euro2020 pic.twitter.com/lCK66xjA4K— ITV Football (@itvfootball) June 27, 2021 Roy Keane var fyrirliði Manchester United liðsins þegar hinn átján ára gamli Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins sumarið 2003. „Fótboltagreindin hans er stórkostleg og hvernig hann spilar leiknum. Hann er ekki mikið í því að byggja upp sóknirnar en hann hefur kænskuna og hrokann sem þú þarft frá frábærum leikmönnum,“ sagði Keane. „Heilinn, gáfur mannsins, hann er algjör snillingur. Núna er hann búinn að gera þetta í mörgum löndum og svo er það hvernig hann hefur hugsað um skrokkinn sinn. Ég get ekki hrósað manninum nógu mikið en hann er afburðamaður og ég elska að horfa á hann spila. Heilinn sem hann hefur, hann er klárasti leikmaður sögunnar,“ sagði Roy Keane.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira