„Eftir rauða spjaldið áttum við erfitt með að setja pressu á þá“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2021 19:16 Georginio Wijnaldum var niðurlútur eftir að Hollendingar féllu úr leik. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images Hollendingar féllu úr leik á EM eftir 2-0 tap gegn Tékkum í dag. Georginio Wijnaldum, fyrirliði liðsins, segir að rauða spjaldið sem Matthijs de Ligt fékk á 52. mínútu hafi sett stórt strik í reikninginn. „Þessi mörk sem við gáfum og færin sem við nýttum ekki. Það er það sem fer í gegnum huga manns eftir svona leik,“ sagði Wijnaldum að leikslokum. „Eftir rauða spjaldið áttum við erfitt með að setja pressu á þá. Hlutirnir urðu bara svo miklu erfiðari fyrir okkur.“ Nigel de Jong, fyrrum miðjumaður hollenska landsliðsins, sagði í samtali við ITV að Hollendingar hafi ekki haft trú á verkefninu. „Það var engin trú eftir fyrri hálfleikinn.“ sagði de Jong. „Trúin var farin. Þeir höfðu enga trú á sóknarleiknum og að vinna leikinn. Það vantaði trú, ákefð, karakter og alvöru leiðtoga.“ De Jong hélt áfram og eins og Wijnaldum sagði hann að rauða spjaldið hafi sett strik í reikninginn. „Þetta var slæm framistaða hjá Hollendingum. Það vantaði ákefðina og betra hugarfar. Stundum þegar það er rautt spjald þjappast liðið betur saman, en Hollendingarnir gerðu það ekki í dag.“ Þetta var fyrsta tap Hollendinga í venjulegum leiktíma á stórmóti síðan í lokaleik riðilsins á EM 2012. Þeir féllu úr leik í undanúrslitum á HM 2014 eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu og komust hvorki á EM 2016, né HM 2018. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tékkar gengu á lagið gegn tíu Hollendingum og eru komnir í átta liða úrslit Hollendingar eru úr leik á EM eftir 2-0 tap gegn Tékkum á Puskas Arena í Búdapest í dag. Matthijs de Ligt fékk að líta rauða spjaldið í liði Hollendinga á 55. mínútu og Tékkar gengu á lagið og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. 27. júní 2021 17:58 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Sjá meira
„Þessi mörk sem við gáfum og færin sem við nýttum ekki. Það er það sem fer í gegnum huga manns eftir svona leik,“ sagði Wijnaldum að leikslokum. „Eftir rauða spjaldið áttum við erfitt með að setja pressu á þá. Hlutirnir urðu bara svo miklu erfiðari fyrir okkur.“ Nigel de Jong, fyrrum miðjumaður hollenska landsliðsins, sagði í samtali við ITV að Hollendingar hafi ekki haft trú á verkefninu. „Það var engin trú eftir fyrri hálfleikinn.“ sagði de Jong. „Trúin var farin. Þeir höfðu enga trú á sóknarleiknum og að vinna leikinn. Það vantaði trú, ákefð, karakter og alvöru leiðtoga.“ De Jong hélt áfram og eins og Wijnaldum sagði hann að rauða spjaldið hafi sett strik í reikninginn. „Þetta var slæm framistaða hjá Hollendingum. Það vantaði ákefðina og betra hugarfar. Stundum þegar það er rautt spjald þjappast liðið betur saman, en Hollendingarnir gerðu það ekki í dag.“ Þetta var fyrsta tap Hollendinga í venjulegum leiktíma á stórmóti síðan í lokaleik riðilsins á EM 2012. Þeir féllu úr leik í undanúrslitum á HM 2014 eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu og komust hvorki á EM 2016, né HM 2018. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tékkar gengu á lagið gegn tíu Hollendingum og eru komnir í átta liða úrslit Hollendingar eru úr leik á EM eftir 2-0 tap gegn Tékkum á Puskas Arena í Búdapest í dag. Matthijs de Ligt fékk að líta rauða spjaldið í liði Hollendinga á 55. mínútu og Tékkar gengu á lagið og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. 27. júní 2021 17:58 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Sjá meira
Tékkar gengu á lagið gegn tíu Hollendingum og eru komnir í átta liða úrslit Hollendingar eru úr leik á EM eftir 2-0 tap gegn Tékkum á Puskas Arena í Búdapest í dag. Matthijs de Ligt fékk að líta rauða spjaldið í liði Hollendinga á 55. mínútu og Tékkar gengu á lagið og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. 27. júní 2021 17:58