Hvítrússneskur stjórnarandstöðugleiðtogi sækir Ísland heim Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 21:01 Svetlana Tsikhanouskaja er væntanleg til Íslands í byrjun júlí. AP/Francisco Seco Svetlana Tsikhanouskaja, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, heimsækir Ísland í næstu viku. Hún fundar meðal annars með forsætisráðherra, forseta Alþingis og rektor Háskóla Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, bauð Tsikhanouskaju til Íslands, að því er segir í tísti þar sem hún tilkynnir um heimsóknina. Hún verður á landinu dagana 1.-4. júlí. „Ísland er dyggur stuðningsaðili lýðræðislegra breytinga í Hvíta-Rússlandi. Þeta er annað landið utan Evrópusambandsins þangað sem ég fer í starfsheimsókn,“ tísti hún í kvöld. On July 1-4, I will visit Iceland at the invitation of FM @GudlaugurThor to meet PM @katrinjak, 🇮🇸 Parliament Speaker, & @uni_iceland rector. Iceland is a strong supporter of democratic changes in Belarus. This is the second non-EU country I have a working visit to. pic.twitter.com/3KWU4VS7Dv— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 25, 2021 Tsikhanouskaja bauð sig fram til forseta eftir að Siarhei Tsikhanouski, eiginmaður hennar sem hugði á framboð, var fangelsaður í maí í fyrra. Hún flúði land undir þrýstingu ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta, daginn eftir forsetakosningarnar í ágúst sem stjórnarandstaðan í landinu fullyrðir að hafi verið sviksamlegar. Síðan þá hefur Tsikhanouskaja búið í útlegð í Litháen með börnum sínum. Þaðan hefur hún unnið að því að afla stuðnings Evrópuríkja gegn veldi Lúkasjenka. Mikil mótmæli brutust út í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenka lýsti yfir endurkjöri. Öryggissveitir hans börðu þau niður af mikilli hörku. Hvíta-Rússland Utanríkismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, bauð Tsikhanouskaju til Íslands, að því er segir í tísti þar sem hún tilkynnir um heimsóknina. Hún verður á landinu dagana 1.-4. júlí. „Ísland er dyggur stuðningsaðili lýðræðislegra breytinga í Hvíta-Rússlandi. Þeta er annað landið utan Evrópusambandsins þangað sem ég fer í starfsheimsókn,“ tísti hún í kvöld. On July 1-4, I will visit Iceland at the invitation of FM @GudlaugurThor to meet PM @katrinjak, 🇮🇸 Parliament Speaker, & @uni_iceland rector. Iceland is a strong supporter of democratic changes in Belarus. This is the second non-EU country I have a working visit to. pic.twitter.com/3KWU4VS7Dv— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 25, 2021 Tsikhanouskaja bauð sig fram til forseta eftir að Siarhei Tsikhanouski, eiginmaður hennar sem hugði á framboð, var fangelsaður í maí í fyrra. Hún flúði land undir þrýstingu ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta, daginn eftir forsetakosningarnar í ágúst sem stjórnarandstaðan í landinu fullyrðir að hafi verið sviksamlegar. Síðan þá hefur Tsikhanouskaja búið í útlegð í Litháen með börnum sínum. Þaðan hefur hún unnið að því að afla stuðnings Evrópuríkja gegn veldi Lúkasjenka. Mikil mótmæli brutust út í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenka lýsti yfir endurkjöri. Öryggissveitir hans börðu þau niður af mikilli hörku.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira