Besti vinurinn er hrútur sem heldur að stundum að hann sé hestur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2021 20:02 Foto: RAX/RAX Á bænum Skyggnisholti í Flóanum, rétt austan við Selfoss, búa tveir einstakir vinir. Ragnar Axelsson hitti sex ára Stein Þorra Viktorsson og lambhrúturinn hans Páll Stefánsson. Hrúturinn virðist ýmist halda að hann sé hundur eða hross og hafa þeir leikið mikið saman síðustu þrjú árin. Saga hrútsins Páls byrjaði frekar sorglega og vildi hann enginn fyrstu dagana. „Kindin sem hann er undan drapst þannig að hann var í rauninni heimalingur, það var ekkert hægt að koma honum undir aðra kind, það var fullreynt,“ segir Ingólfur Arnarson móðurbróðir Steins Þorra í samtali við Vísi. Steinn var um þriggja ára aldur þegar Páll Stefánsson kom í heiminn en hann er oftast kallaður Lambi. Samband þeirra varð sterkt strax og þeir hittust fyrst. Steinn Þorri Viktorsson og lambið Páll Stefánsson, betur þekktur sem Lambi. Mynd úr einkasafni fjölskyldunnar „Þeir urðu svona svakalega flottir vinir. Alltaf þegar hann fór út að hjóla á þríhjólinu sínu, og eiginlega bara hvert sem hann fór, þá fór Lambi alltaf með. Hann var eins og hundur,“ útskýrir Ingólfur. Þrjú ár eru liðin og geta Steinn Þorri og Lambi enn skemmt sér konunglega saman. Steinn Þorri að leik með kindunum á bænum. Vísir/RAX „Þeir eru ennþá svona. Lambi er með hinum rollunum núna en þegar Steinn er á svæðinu þá eru þeir saman.“ Steinn Þorri og Lambi voru að leika úti á túni ásamt dóttur Ingólfs, Ingu Lillý Ingólfsdóttur, þegar ljósmyndara bar að garði. Það vakti athygli RAX að Steinn Þorri skellti sér á bak á Lamba sínum og hljóp hann með hann um hagana. Bestu vinir í þrjú ár.Vísir/RAX „Ég veit ekki hvort að hann haldi að hann sé hestur núna, Steinn má fara á bak á honum og það er alltaf stuð á honum,“ segir Ingólfur. Steinn Þorri, Lambi og Inga Lillý.Vísir/RAX Hann segir að nafnið Páll Stefánsson hafi verið einhver einkahúmor fjölskyldunnar en flestir kalla hann þó alltaf Lamba. Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Þó að Lambi haldi stundum að hann sé einn af hestunum, er hann samt líka oft eins og einn af hundunum á bænum. „Ef hann er í rolluhópnum þá er hann sá eini sem er hægt að nálgast eða kalla á, hann kemur bara eins og hundur,“ segir Ingólfur. Frændsystkinin Steinn Þorri og Inga Lillý eru ótrúlega góðir félagar, nánast eins og systkini. Vísir/RAX RAX Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Saga hrútsins Páls byrjaði frekar sorglega og vildi hann enginn fyrstu dagana. „Kindin sem hann er undan drapst þannig að hann var í rauninni heimalingur, það var ekkert hægt að koma honum undir aðra kind, það var fullreynt,“ segir Ingólfur Arnarson móðurbróðir Steins Þorra í samtali við Vísi. Steinn var um þriggja ára aldur þegar Páll Stefánsson kom í heiminn en hann er oftast kallaður Lambi. Samband þeirra varð sterkt strax og þeir hittust fyrst. Steinn Þorri Viktorsson og lambið Páll Stefánsson, betur þekktur sem Lambi. Mynd úr einkasafni fjölskyldunnar „Þeir urðu svona svakalega flottir vinir. Alltaf þegar hann fór út að hjóla á þríhjólinu sínu, og eiginlega bara hvert sem hann fór, þá fór Lambi alltaf með. Hann var eins og hundur,“ útskýrir Ingólfur. Þrjú ár eru liðin og geta Steinn Þorri og Lambi enn skemmt sér konunglega saman. Steinn Þorri að leik með kindunum á bænum. Vísir/RAX „Þeir eru ennþá svona. Lambi er með hinum rollunum núna en þegar Steinn er á svæðinu þá eru þeir saman.“ Steinn Þorri og Lambi voru að leika úti á túni ásamt dóttur Ingólfs, Ingu Lillý Ingólfsdóttur, þegar ljósmyndara bar að garði. Það vakti athygli RAX að Steinn Þorri skellti sér á bak á Lamba sínum og hljóp hann með hann um hagana. Bestu vinir í þrjú ár.Vísir/RAX „Ég veit ekki hvort að hann haldi að hann sé hestur núna, Steinn má fara á bak á honum og það er alltaf stuð á honum,“ segir Ingólfur. Steinn Þorri, Lambi og Inga Lillý.Vísir/RAX Hann segir að nafnið Páll Stefánsson hafi verið einhver einkahúmor fjölskyldunnar en flestir kalla hann þó alltaf Lamba. Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Þó að Lambi haldi stundum að hann sé einn af hestunum, er hann samt líka oft eins og einn af hundunum á bænum. „Ef hann er í rolluhópnum þá er hann sá eini sem er hægt að nálgast eða kalla á, hann kemur bara eins og hundur,“ segir Ingólfur. Frændsystkinin Steinn Þorri og Inga Lillý eru ótrúlega góðir félagar, nánast eins og systkini. Vísir/RAX
RAX Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57